
EFLA hf
EFLA er leiðandi þekkingarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði og tækni.
Starfsfólk samstæðunnar er um 600 talsins á Íslandi og erlendis. EFLA er með svæðisskrifstofur víðsvegar um landið og dótturfélög erlendis.
EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og starfrækir öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem um fjórðungur starfsfólks starfar. Við bjóðum störf óháð staðsetningu svo starfsfólk geti búið í sinni heimabyggð hvar sem er á landinu, unnið í spennandi verkefnum og tilheyrt öflugum teymum. Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
EFLA er jafnlaunavottað fyrirtæki og hefur unnið frumkvöðlastarf í sjálfbærum rekstri

Loftræsi- og lagnahönnun á Norðurlandi
EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfskrafti í starf sérfræðings í lagna- og loftræsihönnun. Sem sérfræðingur í hönnun loftræsi- og lagnakerfa fengir þú tækifæri til að starfa að fjölbreyttum verkefnum í hönnun loftræsikerfa, neysluvatns-, hita- og kælilagna og hönnun á vatnsúðakerfum.
Löng starfslýsing
EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfskrafti í starf sérfræðings í lagna- og loftræsihönnun. Sem sérfræðingur í hönnun loftræsi- og lagnakerfa fengir þú tækifæri til að starfa að fjölbreyttum verkefnum í hönnun loftræsikerfa, neysluvatns-, hita- og kælilagna og hönnun á vatnsúðakerfum.
Um er að ræða starf á starfsstöð fyrirtækisins á Akureyri.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun loftræsikerfa
- Hönnun neysluvatns-, kæli- og hitakerfa
- Hönnun á vatnsúðakerfi
- Gerð útboðsgagna
- Gerð orkuútreikninga
- Gerð kostnaðaráætlana
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í vél- og orkutæknifræði, vélaverkfræði, orkuverkfræði eða sambærileg menntun
- Reynsla af loftræsi- og lagnahönnun er kostur
- Reynsla í notkun AutoCad og Revit er kostur
- Framúrskarandi hæfni í samskiptum og samvinnu
- Metnaður til starfsþróunar
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti
- Kunnátta í Norðurlandamáli er kostur
Fríðindi í starfi
- Góður og hollur matur í hádeginu
- Vellíðunarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Hreyfistyrkur
- Fæðingarstyrkur
- Gleraugnastyrkur
- Símastyrkur
- Símaáskrift og heimatenging
Advertisement published18. November 2025
Application deadline30. November 2025
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
SwedishOptional
DanishOptional
NorwegianOptional
Location
Glerárgata 32, 600 Akureyri
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (9)

Teymisstjóri í íbúðakjarna fyrir fólk með fatlanir
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar

Deildarstjóri innkaupa og samningsstjórnunar
Umhverfis- og skipulagssvið

Rekstrarstjóri viðhalds / Maintenance Superintendent
Alcoa Fjarðaál

Framkvæmdarstjóri sölu og þjónustu
Securitas

Byggingarhönnun á Austurlandi
EFLA hf

Hópstjóri á þjónustuverkstæði Sindra
SINDRI

Senior Maintenance Manager
Climeworks

Akademísk staða í Viðskipta-og hagfræðideild
Háskólinn í Reykjavík

Sérfræðingur í lögnum og loftræsikerfum
VSÓ Ráðgjöf ehf.