
EFLA hf
EFLA er leiðandi þekkingarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði og tækni.
Starfsfólk samstæðunnar er um 600 talsins á Íslandi og erlendis. EFLA er með svæðisskrifstofur víðsvegar um landið og dótturfélög erlendis.
EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og starfrækir öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem um fjórðungur starfsfólks starfar. Við bjóðum störf óháð staðsetningu svo starfsfólk geti búið í sinni heimabyggð hvar sem er á landinu, unnið í spennandi verkefnum og tilheyrt öflugum teymum. Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
EFLA er jafnlaunavottað fyrirtæki og hefur unnið frumkvöðlastarf í sjálfbærum rekstri

Byggingarhönnun á Austurlandi
EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum sérfræðingi í burðarvirkjahönnun. Hér er einstakt tækifæri fyrir áhugasaman aðila að koma að mótun og þróun þjónustu og þekkingar á sviði burðarvirkjahönnunar.
Um er að ræða starf á starfsstöð okkar á Austurlandi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun bygginga
- Gerð útboðsgagna og verklýsinga
- Gerð kostnaðaráætlana
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í byggingarverkfræði, byggingatæknifræði eða byggingafræði
- Reynsla af burðarvirkjahönnun er kostur
- Reynsla af notkun hönnunarforrita
- Þekking á Revit eða sambærilegum hugbúnaði
- Framúrskarandi hæfni í samskiptum og samvinnu
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti
- Kunnátta í Norðurlandamáli er kostur
Fríðindi í starfi
- Góður og hollur matur í hádeginu
- Vellíðunarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Hreyfistyrkur
- Fæðingarstyrkur
- Gleraugnastyrkur
- Símastyrkur
- Símaáskrift og heimatenging
Advertisement published3. November 2025
Application deadline23. November 2025
Language skills
EnglishRequired
IcelandicRequired
NorwegianOptional
DanishOptional
SwedishOptional
Location
Búðareyri 15, 730 Reyðarfjörður
Kaupvangur 5, 700 Egilsstaðir
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Svæðisstjóri Norðursvæðis
Vegagerðin

Hönnun og ráðgjöf
Set ehf. |

Verkefnastjóri áætlunargerðar
Ístak hf

Verkefnastjóri framkvæmda
Vinnvinn

Tækniteiknari
Ístak hf

BIM sérfræðingur
Ístak hf

Verkefnastjóri í framkvæmdadeild Olís
Olís ehf.

Sviðsstjóri hagtalna
Hagstofa Íslands

Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kiðjabergs
Golfklúbbur Kiðjabergs

Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fjarðabyggð

Sérfræðingur við vega-, gatna- og stígahönnun
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Menningar -og þjónustusvið - Sviðsstjóri
Reykjanesbær