Ístak hf
Ístak hf
Ístak hf

Verkefnastjóri áætlunargerðar

Ístak leitar að skipulögðum og metnaðarfullum verkefnastjóra áætlunargerðar til að leiða þróun og umgjörð áætlana og tryggja vandaða áætlunargerð sem endurspeglar markmið og kröfur verkefna.


Ístak er leiðandi verktakafyrirtæki og hluti af danska verktakafyrirtækinu Per Aarsleff og tekur að sér fjölbreytt verkefni á sviði bygginga, virkjana, stóriðju, jarðvinnu, hafnargerðar, vega- og brúargerð.


Í starfinu þarft þú að nýta faglega reynslu þína í að þróa og efla hvernig Ístak áætlar, samhæfir tíma- og kostnaðaráætlanir og tryggjir að allt gangi upp í rauntíma. Þú munt starfa þvert á deildir og vera tengiliður milli hönnunar, framkvæmda og fjármála, með það að markmiði að tryggja skilvirka nýtingu mannafla, búnaðar og fjármuna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiða og stýra gerð tímaáætlana á öllum stigum framkvæmda.
  • Þróa faglegar aðferðir til að samþætta tíma- og kostnaðaráætlanir.
  • Rýna hönnunar- og verkgögn og greina áhættur og koma með tillögur til úrbóta.
  • Tryggja að áætlanir séu uppfærðar reglulega og endurspegli raunverulega stöðu verkefna.
  • Halda yfirsýn yfir allar áætlanir fyrirtækisins og stuðla að samræmingu þeirra.
  • Þátttaka í þróun og innleiðingu nýrra aðferða og verkfæra, með nýsköpun og stafræna þróun í forgrunni.
  • Samstarf við helstu stjórnendur og deildir um áætlanagerð, auðlindanýtingu og framvindu verkefna.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. verkfræði, tæknifræði eða byggingafræði.
  • Haldbær reynsla verkefnastjórnun og verkáætlunargerð.
  • Reynsla af verklegum framkvæmdum eða þekking á aðstæðum á verkstað mikill kostur.
  • Góð kunnátta á áætlunartólum (t.d. Primavra, MS project) og gagnagreiningum.
  • Leiðtogahæfni, frumkvæði og færni til að miðla þekkingu.
  • Nákvæmni og lausnamiðuð hugsun og faglegt viðmót.
Advertisement published4. November 2025
Application deadline16. November 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Bugðufljót 19, 270 Mosfellsbær
Type of work
Professions
Job Tags