
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands er einn stærsti vinnustaður landsins. Auk tæplega þrettán þúsund nemenda starfa þar rúmlega sextán hundruð fastráðnir starfsmenn og yfir tvö þúsund stundakennarar og lausráðnir starfsmenn.Megin hlutverk Háskólans er að vera vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun. Til þess að svo megi vera þarf fjölmarga ólíka starfsmenn.
Háskóli Íslands er lifandi samfélag þar sem saman koma einstaklingar með ólíkan bakgrunn en allir vinna þó að sama marki að gera Háskóla Íslands að enn öflugri menntastofnun en hún er í dag.
Markmið Háskóla Íslands er að vera í fremstu röð háskóla og að nota alþjóðlega viðurkennda mælikvarða við allt gæðamat á starfi skólans. Gerðar eru kröfur til kennara, stjórnenda og annars starfsfólks til að ná þessu markmiði.
Í könnunum sem gerðar hafa verið um starfsumhverfi Háskóla Íslands kemur í ljós að starfsánægja er mikil, starfsandi góður og starfsfólk telur sig vera í góðri aðstöðu til að þróast í starfi.

Verkefnisstjóri á styrkjaskrifstofu
Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra á styrkjaskrifstofu vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands. Meginmarkmið vísinda- og nýsköpunarsviðs er að efla rannsóknir við Háskóla Íslands með almennum stuðningi við rannsókna- og vísindastarf skólans. Styrkjaskrifstofa sinnir stuðningi og eftirliti með erlendum rannsóknaverkefnum, m.a. með ráðgjöf og rýni á samningum og fjármálum alþjóðlegra rannsóknarverkefna Háskóla Íslands og veita stuðning við skimun tækifæra og gerð umsókna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Eftirlit og rýni fjárhagsuppgjöra vegna erlendra rannsóknarverkefna
- Tryggja samræmd vinnubrögð vegna umsókna í erlenda sjóði og rekstur rannsóknaverkefna innan Háskóla Íslands, t.d. með gerð ferla, leiðbeininga, yfirlestri, ráðgjöf og samskiptum við hagsmunaaðila
- Aðstoð við verkefnastjórn erlendra rannsóknarverkefna og stuðningur við rannsakendur
- Miðlun upplýsinga um reglur styrkveitenda sem fjármagna rannsóknir
- Þáttaka í innleiðingu stefnu HÍ um rannsóknatengd málefni
- Fræðsla til samstarfsfólks innan Háskóla Íslands
- Umsjón með styrkjatengdri upplýsingasíðu á innri vef Háskólans
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistaragráða sem nýtist í starfi
- Reynsla af þátttöku í alþjóðlegum verkefnum á sviði rannsókna og nýsköpunar og/eða umsóknaskrifum og utanumhaldi alþjóðlegra verkefna er æskileg
- Reynsla af fjárhagsbókhaldi er kostur
- Þekking á styrkjakerfi rannsókna og nýsköpunar og helstu alþjóðlegu rannsóknasjóðum (H2020, Horizon Europe, Nordforsk, NIH, EEA Grants, o.s.frv.) er kostur
- Íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti
- Hæfni í að setja fram upplýsingar á hnitmiðaðan og skýran hátt
- Gott vald á upplýsingatækni, s.s. Excel og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði
- Hæfni í mannlegum samskiptum, sveigjanleiki og rík þjónustulund
Advertisement published4. November 2025
Application deadline17. November 2025
Language skills
EnglishRequired
IcelandicRequired
Location
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Verkefnastjóri áætlunargerðar
Ístak hf

Sérfræðingur í sjálfvirkum stjórnkerfum
First Water

Verkefnastjóri framkvæmda
Vinnvinn

Verkefnisstjóri Vatnajökulsþjóðgarðs
Náttúruverndarstofnun

Verkefnastjóri í hugbúnaðarþróun
Orkuveitan

Hópstjóri á verkstæði
Hekla

DEILDARSTJÓRI FJÁRMÁLA OG STJÓRNSÝSLU
Grímsnes- og Grafningshreppur

Gæðafulltrúi
Hornsteinn ehf

Jarðfræðingur á rannsóknarstofu óskast
Fossvélar

Verkefnastjóri hjá Símenntun á Vesturlandi
Símenntun á Vesturlandi

Umhverfis- og framkvæmdasvið - Verkefnastjóri viðhalds og nýframkvæmda
Reykjanesbær

VERKEFNASTJÓRI REKSTURS
atNorth