Grímsnes- og Grafningshreppur
Grímsnes- og Grafningshreppur
Grímsnes- og Grafningshreppur

DEILDARSTJÓRI FJÁRMÁLA OG STJÓRNSÝSLU

Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsir laust til umsóknar starf deildarstjóra fjármála og stjórnsýslu.


Um nýtt starf er að ræða og spennandi tækifæri fyrir öflugan og metnaðarfullan aðila til að taka þátt í að þróa starfið.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirumsjón með bókhaldi og daglegri fjármálastjórn sveitarfélagsins
  • Undirbúningur, gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana
  • Yfirumsjón með framlagningu árshlutareikninga og ársreikninga
  • Greiningarvinna og miðlun upplýsinga
  • Þátttaka í mótun, þróun og innleiðingu verklags varðandi ábyrga fjármálastjórn og ýmsum öðrum umbótaverkefnum
  • Ráðgjöf og upplýsingagjöf til stjórnenda í tengslum við stjórnsýsluhætti og rekstur
  • Þátttaka í stefnumótun og þróunarverkefnum
  • Ýmis önnur verkefni í samráði við stjórnendur
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í viðskiptafræði, hagfræði eða sambærileg menntun, framhaldsmenntun eða mikil hagnýt starfsreynsla æskileg
  • Víðtæk þekking og reynsla af reikningshaldi áskilin
  • Haldbær þekking og reynsla af fjárhagsáætlanagerð áskilin
  • Haldbær þekking og reynsla af rekstrareftirliti og fjármálastjórn
  • Mikil hæfni í greiningu og framsetningu tölulegra gagna
  • Þekking og reynsla af þróun og innleiðingu umbótaverkefna á sviði fjármála
  • Stjórnunarreynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu kostur
  • Góð tölvukunnátta og tæknilæsi, þekking á Wise fjárhagskerfi kostur
  • Hæfni í að tileinka sér nýja þekkingu og miðla henni áfram
  • Mjög góð samskipta- og leiðtogahæfni
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Góð íslenskukunnátta
Advertisement published31. October 2025
Application deadline16. November 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Stjórnsýsluhúsið Borg, 805 Selfoss
Type of work
Professions
Job Tags