
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.500 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Kjörorð Fjarðabyggðar er: Þú ert á góðum stað.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.

Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fjarðabyggð leitar að öflugum leiðtoga í starf skipulags- og umhverfisfulltrúa á skipulags- og framkvæmdasviði sveitarfélagsins.
Skipulags- og umhverfisfulltrúi gegnir störfum samkvæmt skipulagslögum, skipulagsreglugerðum og reglum og samþykktum Fjarðabyggðar. Hann ber ábyrgð á faglegri forystu í skipulags- og umhverfismálum og hefur umsjón með umhverfis- og loftlagsverkefnum þar með talið úrgangsmálum, dýravelferð og samgöngumálum í Fjarðabyggð.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á allri skipulagsgerð sveitarfélagsins, þ.e. aðal-, deili- og svæðisskipulagi.
- Ábyrgð á þjónustu og gæðum almenningssamganga og úrgangsmála.
- Ábyrgð á samningum, eftirliti og samstarfi við verktaka og önnur svið vegna almenninssamgöngu- og úrgangsmála.
- Ábyrgð á umhverfis- og loftlagsmálum sveitarfélagsins í samræmi við stefnu í málaflokknum.
- Ábyrgð á úrvinnslu ábendinga og umbóta vegna þeirra málaflokka sem undir starfið heyra.
- Ábyrgð á upplýsingagjöf um skipulags- og umhverfismál, ráðgjöf og svörun erinda.
- Ábyrgð á leyfisveitingum vegna dýrahalds, dýraeftirliti og umhaldi fjallskila.
- Verkefnastjórn og leiðbeiningar til fagaðila vegna svæðis-, aðal- og deiliskipulaga.
- Yfirferð athugasemda vegna skipulaganna og gerð umsagna og tillagna um viðbrögð við þeim
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem uppfyllir menntunar- og hæfniskröfur 1. og 2. tl. 5. mgr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Góð þekking og reynsla á sviði skipulagsmála er æskileg.
- Góð almenn tölvukunnátta, ásamt kunnáttu í teikniforritum er æskileg.
- Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg.
- Rík þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði, nákvæmni og skipulagshæfni.
Advertisement published27. October 2025
Application deadline17. November 2025
Language skills
IcelandicRequired
Location
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (6)

Kennari við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Staða sjúkraliða við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Skólaliði við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Kennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Kvenkyns starfsmaður íþróttamiðstöðvar Norðfjarðar
Fjarðabyggð

Tónlistarkennari óskast
Fjarðabyggð
Similar jobs (12)

Gagnaforritari – Data Engineer
Orkuveitan

Sérfræðingur í verkefnastjórnun og hönnun lagna
Set ehf. |

Menningar -og þjónustusvið - Sviðsstjóri
Reykjanesbær

Fulltrúi í upplýsingastjórnun
Landsnet hf.

Sérfræðingur í kerfisgreiningum - tímabundið starf
Landsnet hf.

Vélbúnaðarhönnuður
Verkís

Deildarstjóri umsjónardeildar á Austursvæði
Vegagerðin

Project Manager
Wisefish ehf.

Svæðisstjóri Norðursvæðis
Vegagerðin

VERKEFNASTJÓRI REKSTURS
atNorth

Verkefnastjóri framkvæmda
Vinnvinn

VERKFRÆÐINGUR – GANGSETNINGAR OG PRÓFANIR
atNorth