Sjúkratryggingar Íslands
Sjúkratryggingar Íslands

Leiðandi sérfræðingur í kostnaðargreiningu

Sjúkratryggingar leita að öflugum leiðandi sérfræðingi til að vinna að kostnaðargreiningu samninga. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og felur í sér forystu í greiningu fjárhagslegra og faglegra forsendna samninga og mat á áhrifum þeirra á útgjöld og hagkvæmni heilbrigðisþjónustu. Starfið byggir á greiningu viðamikilla gagna í sérstöku vöruhúsi stofnunarinnar.

Sérfræðingurinn verður hluti af þverfaglegu teymi sem sinnir samningagerð og framkvæmd samninga og vinnur náið með öðrum sérfræðingum innan stofnunarinnar.

Sjúkratryggingar eru lykilstofnun í íslensku heilbrigðiskerfi sem tryggir réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu með það markmið að leiðarljósi að vernda heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu.

Ef þú hefur áhuga á að hafa áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi og vinna í gagnadrifnu og lifandi umhverfi, þá hvetjum við þig til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Greina kostnað og forsendur samninga um heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að tryggja sanngjarnt og eðlilegt endurgjald fyrir veitta þjónustu

  • Meta þörf fyrir söfnun viðbótargagna s.s. ársreikningagna vegna kostnaðargreiningarinnar

  • Meta áhrif samninga á útgjöld, þjónustuframboð og hagkvæmni

  • Setja fram greiningar, sviðsmyndir og tillögur að umbótum

  • Meta tækifæri til þróunar greiðsluaðferða í samningum

  • Taka þátt í stefnumótun og þróun á samningsumhverfi stofnunarinnar

  • Framsetning greiningargagna til ákvarðanatöku

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði hagfræði, viðskiptafræði, fjármála, viðskiptagreindar, gagnavísinda, verkfræði eða skyldra greina

  • Reynsla af greiningarvinnu á sviði fjármála og annarra gagna

  • Reynsla af vinnu með stór gagnasöfn

  • Hæfni til að miðla flóknum upplýsingum á skýran og aðgengilegan hátt

  • Reynsla af notkun greiningartóla, s.s. PowerBI eða annað sambærilegt

  • Skilningur á samningsumhverfi og fjármögnun heilbrigðisþjónustu er kostur

  • Góð færni í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti

  • Sveigjanleiki og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymi

  • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og lausnamiðuð hugsun

  • Metnaður, frumkvæði og nákvæmni

Advertisement published3. November 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Analytical skillsPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Working under pressure
Work environment
Professions
Job Tags