
Leiðandi sérfræðingur í kostnaðargreiningu
Sjúkratryggingar leita að öflugum leiðandi sérfræðingi til að vinna að kostnaðargreiningu samninga. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og felur í sér forystu í greiningu fjárhagslegra og faglegra forsendna samninga og mat á áhrifum þeirra á útgjöld og hagkvæmni heilbrigðisþjónustu. Starfið byggir á greiningu viðamikilla gagna í sérstöku vöruhúsi stofnunarinnar.
Sérfræðingurinn verður hluti af þverfaglegu teymi sem sinnir samningagerð og framkvæmd samninga og vinnur náið með öðrum sérfræðingum innan stofnunarinnar.
Sjúkratryggingar eru lykilstofnun í íslensku heilbrigðiskerfi sem tryggir réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu með það markmið að leiðarljósi að vernda heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu.
Ef þú hefur áhuga á að hafa áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi og vinna í gagnadrifnu og lifandi umhverfi, þá hvetjum við þig til að sækja um.
- 
Greina kostnað og forsendur samninga um heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að tryggja sanngjarnt og eðlilegt endurgjald fyrir veitta þjónustu
 - 
Meta þörf fyrir söfnun viðbótargagna s.s. ársreikningagna vegna kostnaðargreiningarinnar
 - 
Meta áhrif samninga á útgjöld, þjónustuframboð og hagkvæmni
 - 
Setja fram greiningar, sviðsmyndir og tillögur að umbótum
 - 
Meta tækifæri til þróunar greiðsluaðferða í samningum
 - 
Taka þátt í stefnumótun og þróun á samningsumhverfi stofnunarinnar
 - 
Framsetning greiningargagna til ákvarðanatöku
 
- 
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði hagfræði, viðskiptafræði, fjármála, viðskiptagreindar, gagnavísinda, verkfræði eða skyldra greina
 - 
Reynsla af greiningarvinnu á sviði fjármála og annarra gagna
 - 
Reynsla af vinnu með stór gagnasöfn
 - 
Hæfni til að miðla flóknum upplýsingum á skýran og aðgengilegan hátt
 - 
Reynsla af notkun greiningartóla, s.s. PowerBI eða annað sambærilegt
 - 
Skilningur á samningsumhverfi og fjármögnun heilbrigðisþjónustu er kostur
 - 
Góð færni í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
 - 
Sveigjanleiki og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymi
 - 
Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og lausnamiðuð hugsun
 - 
Metnaður, frumkvæði og nákvæmni
 
Icelandic
English










