

Sérfræðingur á sviði fjármála og rekstrar
Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða jákvæðan og talnaglöggan sérfræðing á svið fjármála og rekstrar.
Sviðið fjármál og rekstur hefur yfirsýn yfir fjármál og rekstur Seðlabanka Íslands. Það þjónustar önnur svið bankans þegar kemur að fjárhagsupplýsingum, innri rekstrarþjónustu og húsnæðismálum. Sviðið ber ábyrgð á skráningu, vinnslu og útgáfu á fjárhagsupplýsingum bankans og ber ábyrgð á og sér um kostnaðar- og útgjaldaeftirlit ásamt áætlanagerð. Sviðið annast hlutfallsskiptingu eftirlitsgjalds niður á eftirlitsskylda aðila skv. hlutverki fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.
Starfið felum í sér að hafa umsjón með útreikningi og innheimtu á eftirlitsgjaldi, aðstoða við útboðs- og samningagerð, annast eftirfylgni samninga og vinna við samningakerfi bankans ásamt öðrum tilfallandi störfum innan sviðsins.
Umsjón og útreikningar á eftirlitsgjaldi i samvinnu við önnur svið
Samskipti við ytri aðila í tengslum við eftirlitsgjald og innheimtu þess
Aðstoð við útboðs- og samningagerð
Eftirfylgni samninga, s.s. birgjamat
Vinna við samningakerfi bankans
Þjónusta og ráðgjöf við stjórnendur og starfsfólk
Tilfallandi störf innan deildarinnar
Háskólamenntun í viðskiptafræði eða önnur sambærileg menntun
Góð greiningarhæfni og þekking á afstemmingum
Góð kunnátta og færni i Excel
Þekking á Sharepoint er kostur
Reynsla af útboðs- og samningagerð er kostur
Gott vald á íslensku í mæltu og rituðu máli
Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum
Frumkvæði og öguð vinnubrögð
Ábyrgð, sjálfstæði og metnaður í starfi
Icelandic










