
Eignaumsjón hf
Eignaumsjón hf. er umsvifamesta fyrirtæki landsins í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög fasteigna og brautryðjandi í þessari þjónustu hér á landi. Fyrirtækið var stofnað haustið 2000 og býr yfir víðtækri reynslu og þekkingu í rekstri fjöleignarhúsa, bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæðis.
Gildi Eignaumsjónar eru framsækni, öryggi og fagmennska og markmið okkar er að veita framúrskarandi þjónustu þar sem áhersla er lögð á hlutlausa nálgun, öryggi, gæðamál og skýra verkferla.
Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð og góðan starfsanda. Hjá okkur starfa nú um 50 einstaklingar, öflugur hópur fólks með fjölbreyttan bakgrunn og menntun. Við leggjum mikið upp úr teymavinnu og góðum anda á vinnustaðnum, jákvæðum samskiptum og umhverfi sem öllum líði vel í. Vinnan er bæði krefjandi og skemmtileg og liðsheildin góð, sem skilar sér í árangri og líflegu vinnuumhverfi þar sem áhersla er lögð á samvinnu og fagmennsku. Eignaumsjón leggur áherslu á að skapa starfsfólki tækifæri til að þróast í starfi og takast á við krefjandi verkefni sem efla það og styrkja. Við leggjum okkur fram við að allir njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum og metum allt starfsfólk að verðleikum.

Gjaldkeri
Við hjá Eignaumsjón óskum eftir að ráða gjaldkera á fjármálasvið félagsins.
Vegna aukinna umsvifa leitum við að öflugum liðsfélaga í gjaldkerateymi félagsins. Umsækjandi þarf að hafa ánægju af mannlegum samskiptum og tölum, ásamt því að vilja auka getu sína í lifandi starfsumhverfi meðal góðra samstarfsfélaga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Greiðsla reikninga fyrir viðskiptavini Eignaumsjónar
- Samskipti við viðskiptavini varðandi reikninga, innheimtu og áætlanir
- Samskipti við þjónustuaðila fyrir hönd viðskiptavina
- Samvinna við fjármálateymi varðandi fjárskort viðskiptavina
- Stýring fjármuna viðskiptavina og samskipti við fjármálastofnanir í samvinnu við teymisstjóra gjaldkerateymis
- Önnur fjölbreytt dagleg störf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfið
- Góð almenn tölvukunnátta
- Áhersla er lögð á frumkvæði, fagmennsku og nákvæm vinnubrögð
- Viðkomandi þarf að vera lipur í mannlegum samskiptum og geta unnið sjálfstætt og í hópi
Fríðindi í starfi
- Mötuneyti
- Íþróttastyrkur
- Fræðslustyrkur
- Öflug skemmtinefnd sem stendur fyrir reglulegum viðburðum
Advertisement published24. October 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicRequired
Location
Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Type of work
Skills
Quick learnerProactiveTellerMicrosoft ExcelIndependencePlanningMeticulousness
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Ráðgjafi í þjónustuteymi
dk hugbúnaður ehf.

Starf á fjármálasviði
Eignaumsjón hf

Viðskiptastjóri
Afkoma vátryggingarmiðlun ehf.

Við leitum að gjaldkera í útibú okkar á Smáratorgi
Arion banki

Sölumaður iðnaðarvara – Hafnarfjörður
Klif ehf.

Vilt þú slást í hóp sérfræðinga á fjármálasviði Origo?
Origo ehf.

Sérfræðingur í fasteignarekstri
Heimar

Bókari
Heimar

Viðskiptastjóri á matvörumarkaði
Coca-Cola á Íslandi

Fulltrúi í upplýsingastjórnun
Landsnet hf.

Afgreiðslustarf á tannlæknastofu
Tennur ehf

Project Manager
Wisefish ehf.