

BIM sérfræðingur
Vilt þú taka þátt í stafrænni þróun í mannvirkjagerð?
Vegna góðrar verkefnastöðu leitar Ístak að metnaðarfullum og lausnamiðuðum sérfræðingi með brennandi áhuga á BIM (Building Information Modelling) og stafrænum lausnum í mannvirkjagerð.
Ístak er leiðandi verktakafyrirtæki og hluti af danska verktakafyrirtækinu Per Aarsleff og tökum að okkur fjölbreytt verkefni á sviði bygginga, virkjana, stóriðju, jarðvinnu, hafnargerðar, vega- og brúargerð.
Sem hluti af öflugu BIM teymi Ístaks tekur þú þátt í fjölbreyttum og krefjandi BIM verkefnum á mismunandi stigum, allt frá tilboðsgerð, hönnunarrýni, framleiðslu og afhendingar. Þú kemur jafnframt að þróunar- og umbótaverkefnum sem tengjast BIM og stafrænum lausnum innan fyrirtækisins.
Starfið býður upp á tækifæri til að þróa þína hæfni í alþjóðlegu umhverfi og tengjast öflugu þekkingarneti innan samsteypunnar.
- Umsjón með gerð framleiðslulíkana t.a.m. stafræn járnbending
 - BIM stjórnun á framkvæmdastigi og á hönnunarstigi í alútboðum
 - Gerð upplýsinga og gagna byggða á líkönum, m.a. magntökur og áætlanir
 - Rýni, samræming og árekstrargreiningar á líkönum og miðlun niðurstaðna
 - Umsjón með ýmsum stafrænum lausnum s.s. verkefnavefum,
 - Þátttaka í þróunar- og umbótarverkefnum innan deildarinnar
 - Fræðsla og stuðningur til annarra starfsmanna um notkun stafrænna lausna og BIM
 
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. verkfræði, tæknifræði eða byggingafræði
 - Þekking á BIM aðferðafræði og ferlum í mannvirkjagerð
 - Reynsla í einhverjum af eftirfarandi forritum: Tekla Structures, Revit, Solibri, Navisworks, Dynamo, Grasshopper
 - Hæfni til að lesa, skilja og vinna með teikningar og önnur hönnunargögn
 - Góð kunnátta í Microsoft Office
 - Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og metnaður til að miðla þekkingu
 - Góð kunnátta í íslensku og ensku, kunnátta í norðurlanda tungumáli kostur
 
- Aðgang að öflugu þekkingarneti innan Ístaks og Per Aarsleff
 - Sterkt bakland í BIM/VDC, með áherslu á áframhaldandi þróun og nýsköpun
 - Tækifæri til að vaxa í starfi, sækja námskeið og taka þátt í þróun faglegra ferla
 - Fjölbreytt verkefni, þar sem þú hefur raunveruleg áhrif á framkvæmd og niðurstöðu
 - Vinnuumhverfi sem styður samvinnu, fagmennsku og stöðuga þróun
 
Nánari upplýsingar veitir mannauðsdeild Ístaks á netfanginu [email protected].
Icelandic
English










