
Teitur
Teitur er rótgróið fjölskyldufyrirtæki í ferðaþjónustu, starfrækt frá árinu 1963.
Fyrirtækið er með söludeild fyrir erlendar og íslenskar hópferðir og rekur yfir 100 hópferðabíla í öllum stærðarflokkum. Tekið var á móti 63.000 ferðamönnum í 1.800 hópum árið 2024 sem flestir koma frá Asíu, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, og Norðurlöndunum en auk þess ferðaðist mikill fjöldi Íslendinga með fyrirtækinu.
Verkstæði fyrirtækisins er mjög fullkomið, búið öllum helstu tækjum s.s. mjög fullkomnum bilanagreiningatölvum.
Einkunnarorð Teits eru þjónusta, traust og ánægja.
Teitur hefur verið framúrskarandi fyrirtæki frá 2013.

Símsvörun - þjónustuver
Starfsmaður óskast í þjónustuver ferðaþjónustu fatlaðra og skólaaksturs
Teitur Jónasson ehf. leitar eftir starfsmanni í þjónustuver fyrir ferðaþjónustu fatlaðra og aldraðra auk skólaaksturs.
Um er að ræða fullt starf, vinnutími er frá 10:00-18:00 auk helgarvinnu.
Viðkomandi þarf að vera íslenskumælandi, með góða samskiptahæfni og með ríka þjónustulund og þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir Ásta í síma 515 2714 eða [email protected]
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka pantana og fyrirspurna vegna aksturs fyrir fatlaða og aldraða, bæði í gegnum síma og tölvupóst.
- Samskipti við viðskiptavini og aðstandendur þeirra með áherslu á kurteisi, þolinmæði og lausnamiðaða nálgun.
- Umsjón með daglegri skráningu og uppfærslu á akstursbeiðnum í kerfi fyrirtækisins.
- Viðbrögð við kvörtunum og athugasemdum frá viðskiptavinum og starfsmönnum skóla, t.d. ef bíll er seinn eða ekki mættur.
- Samskipti við bílstjóra og verkstjóra til að tryggja að upplýsingar um akstur séu réttar og uppfærðar.
- Eftirfylgni með tímamörkum og breytingum á ferðum, t.d. vegna umferðar, veðurs, veikinda eða annarra ófyrirsjáanlegra atvika.
- Skjölun og skýrslugerð vegna frávika í þjónustu eða endurgjafa frá viðskiptavinum.
- Samvinna við aðra starfsmenn í þjónustuveri og akstursdeild til að tryggja samræmda og skilvirka þjónustu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Rík þjónustulund
- Jákvæðni og lipurð í samskiptum
- Nákvæm vinnubrögð
- Getur unnið undir álagi
- Reynsla af sambærilegum störfum kostur
- Góð íslensku og enskukunnátta skilyrði
Advertisement published3. November 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Dalvegur 22, 201 Kópavogur
Type of work
Skills
ProactiveHuman relationsIndependencePunctualMeticulousnessCustomer service
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

NPA assistants wanted
NPA miðstöðin

Skemmtilegt starf í sveitinni
Andrastaðir

Bókhald - Laun - Fjármál
Rafkaup

Sérfræðingur á Úrræða- og þjónustusviði VIRK
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Þjónustufulltrúi - Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Starfsfólk í búsetuúrræði
Sveitarfélagið Árborg

Tækniteiknari
Ístak hf

BIM sérfræðingur
Ístak hf

Verkefnastjóri fræðslu og viðburða
Edinborgarhúsið ehf

Gjaldkeri
Eignaumsjón hf

Starf á fjármálasviði
Eignaumsjón hf

Gæðafulltrúi
Hornsteinn ehf