
Edinborgarhúsið ehf
Megin hlutverk og tilgangur Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar er að efla menningu og listir á Vestfjörðum og skapa faglega umgjörð fyrir fjölbreytta menningarstarfsemi.

Verkefnastjóri fræðslu og viðburða
Menningarmiðstöðin Edinborg á Ísafirði auglýsir starf verkefnastjóra fræðslu og viðburða.
Megin hlutverk og tilgangur menningarmiðstöðvarinnar er að efla menningu og listir á Vestfjörðum og skapa faglega umgjörð fyrir fjölbreytta menningarstarfsemi.
Starfið er nýtt og fær verkefnastjórinn rík tækifæri til að þróa í samstarfi við framkvæmdastjóra, stjórn og samstarfsaðila. Við leitum að metnaðarfullum starfsmanni til að ganga til liðs við okkur og taka þátt i fjölbreyttum og krefjandi verkefnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með skipulagi og gerð fræðsludagskrár fyrir börn, ungmenni og fullorðna, m.a. í samstarfi við félagasamtök, hópa og listafólk
- Skipulag og framkvæmd viðburða, jafnt tilfallandi og fastra viðburða
- Skipulag þátttöku verktaka og annarra samstarfsaðila í viðburða- og fræðslustarfi
- Umsjón með bókunum, útleigum og uppsetningu sala og samskipti við viðskiptavini
- Tekur þátt í innleiðingu nýrrar stefnu fyrir Edinborgarhúsið ásamt vinnu við uppfærslu heimasíðu og ásýndar
- Tekur þátt í markaðssetningu viðburða og dagskrár
- Sinnir einnig öðrum verkefnum sem tengjast starfseminni í samstarfi við framkvæmdastjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
- Reynsla af því að vinna með börnum og ungmennum er kostur
- Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og í riti
- Færni til að rita texta og miðla fræðslu til ólíkra aldurshópa
- Tölvufærni og þekking á notkun samskiptamiðla og vefsíðna
- Þekking á verkefnisstjórnun og kostnaðaráætlunargerð
- Hugmyndaauðgi, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Jákvæðni, þjónustulipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
- Geta til að vinna undir álagi og sinna fjölbreyttum viðfangsefnum samtímis.
Advertisement published3. November 2025
Application deadline20. November 2025
Language skills
EnglishRequired
IcelandicRequired
Location
Aðalstræti 7, 400 Ísafjörður
Type of work
Skills
ProactiveCreativityIndependencePlanningWorking under pressureCustomer service
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðinni Óðal
Borgarbyggð

Frístundaleiðbeinandi við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð

Starfsmaður í frístundarstarfi fyrir ungmenni með stuðningsþarfir
Reykjanesbær

Stuðningsfulltrúi í Hörðuvallaskóla
Hörðuvallaskóli

Frístundaleiðbeinandi í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Bókhald - Laun - Fjármál
Rafkaup

Sérfræðingur á Úrræða- og þjónustusviði VIRK
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

marvaða leitar að samfélagsstjóra
marvaða ehf.

Þjónustufulltrúi - Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Símsvörun - þjónustuver
Teitur

Tækniteiknari
Ístak hf

BIM sérfræðingur
Ístak hf