

Aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðinni Óðal
Borgarbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfullan og áhugasaman einstakling í starf aðstoðarforstöðumanns í félagsmiðstöðinni Óðal. Um er að ræða 80% starf.
Í Óðal þjónustum við börn og ungmenni í Borgarbyggð á aldrinum 10-16 ára. Meginhlutverk félagsmiðstöðvarinnar Óðals er að bjóða börnum og ungmennum innihaldsríkt tómstundastarf. Í Óðal bjóðum við öllum börnum og ungmennum þátttöku í fjölbreyttu tómstundastarfi með það að markmiði að efla sjálfstraust og félagsfærni þeirra. Unnið er í opnu starfi, skipulagðri dagskrá, tímabundnum verkefnum, í klúbbum og sértæku hópastarfi.
Einnig viljum við að bjóða upp á þægilegt umhverfi sem einkennist af öryggi, fagmennsku og virðingu þar sem við leggjum mikla áherslu á jákvæð samskipti og lýðræðislega starfshætti.
- Aðstoðar forstöðumann við að skipuleggja, undirbúa og framkvæma félagsmiðstöðvarstarfið í samráði við þátttakendur.
- Efla virkni, ábyrgð, sjálfsmynd og sjálfstæði barna/ungmenna með fjölbreyttum og aldursviðeigandi viðfangsefnum.
- Hefur frumkvæði að því að hugmyndafræði um barnalýðræði sé virkt í starfinu.
- Er faglegur leiðtogi og tekur virkan þátt í starfi með börnum á opnunum félagsmiðstöðvarinnar
- Aðstoðar forstöðumann með upplýsingaflæði til barna, foreldra og samstarfsaðila
- Annast önnur þau verkefni sem starfsmanni kunna að vera falin af yfirmanni og falla innan eðlilegs starfssviðs hans.
- Annast verkefni sem forstöðumaður setur honum varðandi Ungmennaráð Borgarbyggðar
- Tekur að sér störf og hlutverk forstöðumanns í fjarveru hans.
- Sér um kynningar á starfi félagsmiðstöðvarinnar í byrjun skólaárs ásamt forstöðumanni.
Vinnuskóli og Sumarfjör fyrir 4.-7. bekk.
Aðstoðarforstöðumaður aðstoðar forstöðumann Óðals við skipulagningu á sumarverkefnum, þ.e vinnuskóla og sumarnámskeið
- Frá júní til ágúst að undanskyldu sumarfríi starfar aðstoðarforstöðumaður í vinnuskóla og sumarnámskeiði.
- Gerð er sama krafa til aðstoðarforstöðumanns hvort sem um ræðir Óðal eða vinnuskóla/sumarfjör og gilda sömu viðmið og eru hér fyrir ofan.
- Reynsla af starfi með börnum og af félags- eða tómstundarstarfi.
- Áhugi að vinna með börnum og unglingum
- Færni í samskiptum.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Vera jákvæð fyrirmynd fyrir börn og unglinga.
- Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í félagsmiðstöðvarstarfi.
- Góð íslenskukunnátta.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar.
- Heilsustyrkur til starfsmanna
- Ýmis afsláttarkjör
Icelandic










