

Smíðakennari óskast í Kársnesskóla
Laus er til umsóknar staða smíðakennara. Við leitum að drífandi og kraftmiklum kennara sem hefur brennandi áhuga á smíðakennslu, nýsköpun og hönnun.
Kársnesskóli er framsækinn grunnskóli í vesturbæ Kópavogs með um 400 nemendur í 5. - 10. bekk. Við leggjum áherslu á að allir nemendur nái góðum árangri og byggjum skólastarfið á fjölbreyttum kennsluháttum, teymisvinnu og góðum starfsanda.
Við leggjum áherslu á söng- og kórastarf, söguaðferðina, útikennslu og þemanám og vinnum samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Í Kársnesskóla eru allir nemendur með spjaldtölvur.
Gildi skólans eru virðing, þekking, ábyrgð og ánægja.
Ráðningartími og starfshlutfall Um er að ræða 100% framtíðarstarf
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Kennsla í hönnun og smíði í 5. - 10. bekk
- Þátttaka í uppbyggingu og mótun skólastarfsins
- Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk
- Vinna samkvæmt stefnu skólans
- Vinna að því að skapa góðan skólabrag
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu
- Reynsla af kennslu í grunnskóla er æskileg
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Þekking og áhugi á kennslu- og uppeldisfræði
- Einlægur áhugi á að vinna með börnum og unglingum
- Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
- Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði
Frekari upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ
Upplýsingar gefur Sigrún Valdimarsdóttir skólastjóri, [email protected], sími 441-4600/696-0297 og Björgvin Þór Þórhallsson aðstoðarskólastjóri [email protected]
Öll, óháð kyni eru hvött til að sækja um starfið.
Icelandic










