Ævintýraborg við Nauthólsveg
Ævintýraborg við Nauthólsveg
Ævintýraborg við Nauthólsveg

Aðstoðarleikskólastjóri óskast í leikskólann Ævintýraborg við Nauthólsveg

Leikskólinn er staðsettur við rætur Öskjuhlíðar, steinsnar frá sjó og skógi. Við leggjum áherslu á útinám, leik, jákvæð samskipti og skapandi starf. Hjá okkur er öflugt félagslíf og hlýleg vinnustaðamenning þar sem vinátta og samvinna eru í hávegum höfð.

Við leitum að hugmyndaríkum og drífandi aðstoðarleikskólastjóra í fullt starf, sem vill taka þátt í að skapa öruggt, skapandi og hamingjuríkt umhverfi fyrir börn, starfsfólk og foreldra. Sem aðstoðarleikskólastjóri ertu í lykilhlutverki stjórnendateymisins. Þú vinnur náið með leikskólastjóra að daglegri stjórnun, faglegri forystu og þróun skólastarfsins. Þú ert leiðtogi sem hvetur, styður og veitir starfsfólki innblástur og tekur virkan þátt í að móta framtíð leikskólans.

Við trúum því að leikskólinn sé meira en bara staður – hann er ævintýri í mótun, þar sem hvert barn fær að blómstra á sínum forsendum. Ef þú ert tilbúin(n) til að taka þátt í þessu ævintýri með okkur þá viljum við heyra frá þér!

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni og ábyrgð í samstarfi við leikskólastjóra

  • Ábyrgð á að unnið sé eftir Aðalnámskrá leikskóla, skólanámskrá og þar að lútandi lögum og reglugerðum.
  • Dagleg stjórnun og skipulagning skólastarfsins.
  •  Fagleg forysta á sviði kennslu og skólaþróunar.
  •  Stefnumótun og mat á skólastarfi.
  • Skýrslu- og áætlanagerðir.
  • Ráðningar, innkaup og rekstur.
  • Upplýsingagjöf og kynning á skólastarfi.
  • Stuðningur, fræðsla og ráðgjöf til foreldra og forráðamanna.
  • Virkt og gott samstarf við alla aðila skólasamfélagsins.
  • Sinnir að öðru leiti þeim verkefnum er varða stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum.
  •  Staðgengill í fjarveru leikskólastjóra (starfar þá samkv. hans starfslýsingu).
Menntunar- og hæfniskröfur

Við leitum að einstaklingi sem:

  • Hefur leyfisbréf sem leikskólakennari (framhaldsnám í stjórnun eða uppeldisfræði er kostur). 
  • Hefur reynslu af stjórnunarstörfum eða hefur sýnt frumkvæði og leiðtogahæfni í starfi.
  • ·Er tilbúinn til að taka þátt í stefnumótun og framtíðarsýn leikskólans.
  • Hefur áhuga á nýsköpun, útinámi, fjölmenningu og skapandi starfi.
  • Er lausnamiðaður, skipulagður og með góða samskiptahæfni.
  • Hefur góða tölvukunnáttu og færni í upplýsingatækni.
  •  Hefur góða íslensku kunnáttu (B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum).
Fríðindi í starfi

Við bjóðum upp á:

  • Skapandi og hlýlegt starfsumhverfi þar sem hugmyndir fá að blómstra.
  • Framsækið starfsfólk og faglegt samstarf.
  • Tækifæri til að hafa áhrif á þróun skólastarfsins.
  • Stuðning og handleiðslu í starfi.
  • Frábæra aðstöðu í náttúrulegu umhverfi.

Við bjóðum einnig:

  • Forgang og afslátt af leikskólaplássi fyrir börn starfsmanna.
  • Frían heitan mat á vinnutíma.
  • Heilsuræktar- og samgöngustyrkur.
  •  Menningar- og sundkort.
  • 36 stunda vinnuviku.
Advertisement published3. November 2025
Application deadline2. December 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Nauthólsvegur 83, 102 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.TeachingPathCreated with Sketch.PunctualPathCreated with Sketch.FlexibilityPathCreated with Sketch.Team work
Professions
Job Tags