
marvaða ehf.
marvaða ehf er skapandi framleiðslu- og útgáfufyrirtæki sem rekið er af konum og hefur sérstakan fókus á framleiðslu stórra sviðslistaverka ásamt útgáfu á tónlist eftir konur. Markmið marvöðu er að skapa pláss og rými þar sem listafólk fær tækifæri til þess að fylgja sinni listrænu sannfæringu.

marvaða leitar að samfélagsstjóra
marvaða auglýsir laust starf samfélagsstjóra. Samfélagsstjóri heldur utan um alla helstu miðla marvöðu, kemur að framleiðslu stórra og smárra viðburða og tónlistarútgáfu marvöðu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun og birting auglýsinga.
- Stjórnun samfélagsmiðla marvöðu.
- Viðhald og þróun heimasíðu marvöðu.
- Utanumhald póstlista og fréttabréfs.
- Halda utan um fjölmiðlatengsl.
- Þátttaka í framleiðslu verkefna.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/eða reynsla af kynningarstarfi menningarverkefna.
- Framúrskarandi íslenskukunnátta.
- Framúrskarandi enskukunnátta.
- Reynsla af framleiðslu listrænna viðburða er kostur.
- Brennandi áhugi á listum.
- Jákvætt og opið hugarfar.
- Mikil samskiptahæfni.
- Sjálfstæð vinnubrögð.
- Aðlögunarhæfni.
Advertisement published4. November 2025
Application deadline19. November 2025
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Grandagarður 5, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (6)

Verkefnastjóri fræðslu og viðburða
Edinborgarhúsið ehf

Kynningar- og markaðsmál
ÍSÍ

Menningar -og þjónustusvið - Sviðsstjóri
Reykjanesbær

Efnishöfundi fyrir samfélagsmiðla fyrir Dýralæknafyritæki
Dýralæknar Katrin og Helga ehf.

Deildarstjóri upplýsinga- og samskiptamála hjá Uppbyggingarsjóði EES í Brussel
Financial Mechanism Office (FMO)

marvaða leitar að tæknilegum verkefnastjóra
marvaða ehf.