ÍSÍ
ÍSÍ

Kynningar- og markaðsmál

Ertu aðilinn til að efla kynningarmál ÍSÍ og gera stafræna miðlun sambandsins aðgengilega og áhugaverða? Hefur þú brennandi áhuga á íþróttum?

ÍSÍ leitar að öflugum aðila til að sinna kynningar- og markaðsmálum á skrifstofu sambandsins í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Starfið felur í sér að miðla upplýsingum um starfsemi og viðburði, sjá um umfjöllun í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, auk þess að styðja við stefnumótun íþróttahreyfingarinnar í upplýsingamiðlun.

Viðkomandi mun bera ábyrgð á samfélagsmiðlum ÍSÍ og vinna að því að efla ásýnd og ímynd íþróttahreyfingarinnar, bæði innan hreyfingarinnar og út á við. Starfið krefst góðra samskipta við sambandsaðila ÍSÍ, auglýsingastofur og fjölmiðla, og felur einnig í sér þátttöku í verkefnum sem ÍSÍ sendir íþróttafólk á, svo sem Ólympíuleikum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Efla og vinna að ásýnd og ímynd ÍSÍ
  • Ábyrgð á samfélagsmiðlum og vefsíðu ÍSÍ
  • Samskipti við fjölmiðla og auglýsingaaðila
  • Umsjón með kynningarefni tengdu Ólympíuleikum og öðrum verkefnum
  • Mótun kynningar- og samskiptaáætlunar og önnur tilfallandi verkefni
  • Styðja við sambandsaðila ÍSÍ varðandi miðlun efnis
  • Útgáfa og efnisumsjón
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og/eða starfsreynsla sem nýst getur í starfinu. Háskólamenntun á sviði fjölmiðlafræða, samskipta, markaðsfræða eða skyldra greina er kostur sem og menntun á sviði kvikmynda-, fjölmiðla- eða grafískrar hönnunar
  • Reynsla af fjölmiðlasamskiptum, almannatengslum og skrifuðum texta
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti, sem og textagerð
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt og undir álagi
  • Þekking á samfélagsmiðlum og stafrænum miðlunarleiðum, og hæfni til að nýta þau á áhrifaríkan hátt
  • Fagmennska og góð samskiptahæfni, bæði innan íþróttahreyfingarinnar og í samskiptum við fjölmiðla og samstarfsaðila
  • Góð tölvukunnátta og þekking á helstu forritum sem nýtast í miðlun og efnisvinnslu
  • Reynsla af störfum innan íþróttahreyfingarinnar er kostur en ekki nauðsyn
Advertisement published30. October 2025
Application deadline9. November 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Engjavegur 6, 104 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Tech-savvyPathCreated with Sketch.ProfessionalismPathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.MarketingPathCreated with Sketch.Online marketingPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Business strategy
Professions
Job Tags