

Starfsfólk í búsetuúrræði
Fjölskyldusvið Árborgar auglýsir eftir starfsfólki í búsetuúrræði fyrir fólk með fötlun að Vallholti 9 laust til umsóknar. Starfshlutföll eru mismunandi en unnið er á morgun, kvöld, nætur og helgarvöktum. Störfin eru laus frá 1.janúar og frá miðjum janúar.
Unnið er eftir hugmyndafræðinni um þjónandi leiðsögn og er starfið skipulagt samkvæmt lögum nr. 38/2018 um málefni fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr.40/1991 auk tengdra reglugerða.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa tæplega 13.000 íbúar og starfa um 1100 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
- Einstaklingsmiðuð persónuleg þjónusta
- Faglegt starf með íbúum
- Að aðstoða og styðja íbúa við allar athafnir daglegs lífs, félagslega þátttöku og tómstundir
- Reynsla af störfum með fötluðum æskileg
- Sveigjanleiki, frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni í starfi
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Þjónustulund, góð framkoma og jákvætt viðmót
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur
Icelandic










