Golfklúbbur Kiðjabergs
Golfklúbbur Kiðjabergs

Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kiðjabergs

Golfklúbbur Kiðjabergs leitar að öflugum og framsýnum framkvæmdastjóra til að leiða áfram vöxt og þróun klúbbsins. Við leitum að einstaklingi með góða stjórnunarhæfileika, þjónustulund og sterka hæfni í rekstri og samskiptum.Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri klúbbsins, þjónustu við félagsmenn og gesti, rekstraráætlunum, fjármálum og samskiptum við lykilaðila. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf fyrir metnaðarfullan einstakling sem hefur brennandi áhuga á golfíþróttinni og þjónustu.

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf eigi seinna en í byrjun janúar 2026.

    Helstu verkefni og ábyrgð
    • Dagleg stjórnun og rekstur golfklúbbsins og þjónustusvæðis.
    • Rekstraráætlanir, fjárhagsáætlanir og kostnaðarstýring í samstarfi við stjórn.
    • Samskipti við félagsmenn, gesti, birgja, styrktaraðila og sveitarfélag.
    • Umsjón með starfsmannamálum – ráðningar, þjálfun og teymisstjórnun.
    • Markaðs- og kynningarmál, þar með talið samfélagsmiðlar og viðburðir.
    • Stuðningur við þróun golfvallarins, viðhaldsáætlanir og langtíma uppbyggingu.
    • Skipulagning og framkvæmd móta og fjölbreyttrar starfsemi fyrir félagsmenn og gesti.
    Menntunar- og hæfniskröfur
      • Háskólamenntun í viðskiptafræði, rekstri, íþróttastjórnun eða sambærilegu fagi – eða reynsla sem nýtist í starfi.

      • Reynsla af rekstri, teymisstjórnun og þjónustu er nauðsynleg.

      • Sterk skipulagshæfni, frumkvæði og fagmennska í samskiptum.

      • Góð tölvu- og fjármálakunnátta.

      • Þekking og áhugi á golfíþróttinni er kostur.

      • er leiðtogi með þjónustulund og jákvætt hugarfar,

      • hefur yfirburðahæfni til að byggja upp sterkt starfsumhverfi og jákvæða upplifun gesta,

      • hugsar strategískt og getur unnið markvisst í langtíma uppbyggingu klúbbsins.

      Advertisement published28. October 2025
      Application deadline14. November 2025
      Language skills
      IcelandicIcelandic
      Required
      Expert
      EnglishEnglish
      Required
      Advanced
      Location
      Kiðjaberg 168257, 801 Selfoss
      Type of work
      Professions
      Job Tags