
Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kiðjabergs
Golfklúbbur Kiðjabergs leitar að öflugum og framsýnum framkvæmdastjóra til að leiða áfram vöxt og þróun klúbbsins. Við leitum að einstaklingi með góða stjórnunarhæfileika, þjónustulund og sterka hæfni í rekstri og samskiptum.Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri klúbbsins, þjónustu við félagsmenn og gesti, rekstraráætlunum, fjármálum og samskiptum við lykilaðila. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf fyrir metnaðarfullan einstakling sem hefur brennandi áhuga á golfíþróttinni og þjónustu.
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf eigi seinna en í byrjun janúar 2026.
- Dagleg stjórnun og rekstur golfklúbbsins og þjónustusvæðis.
- Rekstraráætlanir, fjárhagsáætlanir og kostnaðarstýring í samstarfi við stjórn.
- Samskipti við félagsmenn, gesti, birgja, styrktaraðila og sveitarfélag.
- Umsjón með starfsmannamálum – ráðningar, þjálfun og teymisstjórnun.
- Markaðs- og kynningarmál, þar með talið samfélagsmiðlar og viðburðir.
- Stuðningur við þróun golfvallarins, viðhaldsáætlanir og langtíma uppbyggingu.
- Skipulagning og framkvæmd móta og fjölbreyttrar starfsemi fyrir félagsmenn og gesti.
-
Háskólamenntun í viðskiptafræði, rekstri, íþróttastjórnun eða sambærilegu fagi – eða reynsla sem nýtist í starfi.
-
Reynsla af rekstri, teymisstjórnun og þjónustu er nauðsynleg.
-
Sterk skipulagshæfni, frumkvæði og fagmennska í samskiptum.
-
Góð tölvu- og fjármálakunnátta.
-
Þekking og áhugi á golfíþróttinni er kostur.
-
er leiðtogi með þjónustulund og jákvætt hugarfar,
-
hefur yfirburðahæfni til að byggja upp sterkt starfsumhverfi og jákvæða upplifun gesta,
-
hugsar strategískt og getur unnið markvisst í langtíma uppbyggingu klúbbsins.
Icelandic
English






