

Verkefnastjóri byggingaframkvæmda og tæknimála
Við hjá Atlas verktökum leitum að einstakling í starf verkefnastjóra framkvæmda á byggingarsviði. Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf hjá framsæknu fyrirtæki.
Það er mikilvægt að viðkomandi búi yfir góðum skipulagshæfileikum, faglegum vinnubrögðum og lipurð í mannlegum samskiptum.
Yfirumsjón með og ábyrgð á byggingaverkefnum og framkvæmd þeirra
Tilboðsgerð, áætlanagerð og eftirfylgni verkefna
Rýni verkgagna með tilliti til tæknilegra úrlausna
Samstarf við verkkaupa, hönnuði og aðra hagsmunaaðila
Vera leiðandi og ráðgefandi fyrir verkstjóra á verkstöðum
Mótun verk-, tíma- og kostnaðaráætlana og eftirfylgni með þeim.
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. byggingafræði, byggingartæknifræði, verkfræði
eða önnur sambærileg menntun.
Reynsla af verklegum framkvæmdum og/eða viðhaldi mannvirkja er kostur
Icelandic
English










