VÍS
VÍS
VÍS

Gervigreindarsérfræðingur

Við í stafrænum lausnum VÍS leitum að metnaðarfullum gervigreindarsérfræðingi til að slást í hópinn með okkur. Hlutverk gervigreindarsérfræðings er að vinna þvert á fyrirtækið við að kortleggja, þróa, innleiða og veita ráðgjöf á gervigreindarlausnum. Nýta til þess bæði tilbúnar lausnir eins og/eða hanna og smíða sértækar lausnir. Við erum í stöðugri þróun og viljum alltaf gera betur, bæði fyrir starfsmenn og viðskiptavini, því eru mörg spennandi verkefni á teikniborðinu. Við bjóðum upp á framúrskarandi vinnuumhverfi með frábæru samstarfsfólki og tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. 

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Kortleggja tækifæri til nýtingu gervigreindar innan VÍS  
  • Þróa og innleiða gervigreindarlausnir frá hugmynd til framkvæmdar 
  • Veita sérfræðiráðgjöf um nýtingu gervigreindar til hagsmunaaðila 
  • Fylgjast með nýjustu þróun á sviði gervigreindar 
  • Þétt samstarf með helstu hagsmunaaðilum  
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í tölvunar-, stærð-, verkfræði eða önnur menntun sem nýtist  
  • Reynsla af þróun og nýtingu gervigreindarlausna  
  • Þekking á forritun, gagnavinnslu og helstu skýjalausnum er kostur
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, drifkraftur og skipulagshæfni 
  • Ástríða fyrir nýsköpun og vilja til að takast á við flóknar áskoranir
  • Þekking á persónuvernd og tengdum stöðlum er kostur 
Fríðindi í starfi
  • Framúrskarandi vinnustað með einstaka vinnustaðamenningu
  • Virkt starfsmannafélag sem veitir m.a. aðgang að orlofshúsum
  • Árlegur líkamsræktarstyrkur
  • Frábært mötuneyti
  • Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna
  • Heilsufarsskoðun, bólusetning og heilsueflandi fræðsla
  • Tækifæri til þess að vaxa og dafna – í lífi og starfi
Advertisement published24. November 2025
Application deadline3. December 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Ármúli 3, 108 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Artificial intelligence
Work environment
Professions
Job Tags