
Mosfellsbær
Mosfellsbær er sjöunda stærsta bæjarfélag á Íslandi með rúmlega 14.000 íbúa. Sveitarfélagið er staðsett í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Mosfellsbær byggir þjónustu sína á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri til að rækta þekkingu sína og færni í jákvæðu starfsumhverfi. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. Hjá Mosfellsbæ starfa um 1200 starfsmenn.
Fjölskylduvæn og sveigjanleg mannauðsstefna styður við þá hugmyndafræði að Mosfellsbær sé eftirsóknarverður vinnustaður þar sem atvinna og fjölskylduábyrgð fara saman. Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag sem miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu, en verkefninu er ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu, bæði íbúa og starfsmanna.

Rekstrarstjóri umhverfis og veitna
Hefur þú áhuga á að leiða fjölbreyttan rekstur Þjónustustöðvar í ört vaxandi sveitarfélagi?
Verkefni Þjónustustöðvar ná til umsjónar með öllu bæjarlandi, gatnakerfi, sorphirðu, garðyrkju, fegrun umhverfis, snjómoksturs og veitustarfsemi. Þar starfar hópur sérfræðinga markvisst að því að bæta þjónustu við bæjarbúa. Vilt þú fara fyrir þeim hópi?
Starfið er margþætt og í því felast tækifæri til umbóta, stefnumótunar og þróunar. Þú berð ábyrgð á daglegum rekstri og mannauðsmálum Þjónustustöðvar hvers helstu markmið eru góð þjónusta við íbúa, hagkvæmur rekstur. Rík þjónustulund og farsæl reynslu af því að leiða starfsfólk og stýra verkefnum er mikilvæg.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á bæjarlandi, snjómokstri, garðyrkju og sorphirðu
- Ábyrgð á ljós-, vatns-, hita- og fráveitu
- Ábyrgð á mótun aðgerðaráætlana og framgangi verkefna
- Ábyrgð á fjárhags- og áætlunarvinnu
- Stefnumótun vegna þjónustuviðmiða
- Ábyrgð á mannauðsmálum starfseiningar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. viðskiptafræði, rekstrarverkfræði eða annað sambærilegt nám
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi
- Farsæl reynsla af rekstri, framkvæmdum og áætlanagerð
- Farsæl reynsla af mannauðsstjórnun
- Farsæl reynsla af þjónustustjórnun og þjónustumiðaðri hugsun
- Reynsla og þekking á samningagerð, útboðs- og innkaupamálum er kostur
- Framúrskarandi skipulagshæfileikar og öguð vinnubrögð
- Góð samskiptahæfni og færni í mannlegum samskiptum
- Gott vald á upplýsingatækni og framsetningu gagna
- Þekking á stjórnsýslu er kostur
- Mjög góð hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli, bæði á íslensku og ensku
Advertisement published2. December 2025
Application deadline15. December 2025
Language skills
EnglishRequired
IcelandicRequired
Location
Þverholt 2, 270 Mosfellsbær
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Framleiðsluverkfræðingur
Embla Medical | Össur

Rekstrarstjóri Í-Mat
Í-Mat ehf.

Tækifæri í teymi jarðtækni
EFLA hf

Sölustjóri
K2 Bílar ehf

Fjármála- og rekstrarstjóri
Embætti forseta Íslands

Sérfræðingur í stjórnstöð
Landsvirkjun

Sérfræðingar til starfa við skatteftirlit á sviði virðisaukaskatts
Skatturinn

Viðskiptastjóri fyrirtækja á suður- og vesturlandi
Arion banki

Sumarstörf 2026
Verkís

Sérfræðingur í ársreikningagerð, uppgjörum og skattskilum
Grant Thornton

Rekstrarstýra Kvennaathvarfsins
Samtök um kvennaathvarf

Spennandi tækifæri hjá Landhelgisgæslunni í Fjallabyggð
Landhelgisgæsla Íslands