

Útbreiðslu- og viðburðastjóri hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ)
FRÍ leitar að sjálfstæðum og drífandi einstaklingi til að sinna starfi útbreiðslu- og viðburðastjóra. Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir manneskju með áhuga á að opna ný tækifæri og auka sýnileika frjálsíþrótta á landsvísu.
Hvað þarft þú að hafa til að bera?
● Menntun og reynslu sem nýtist í starfi
● Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
● Gott vald á töluðu og rituðu máli (íslensku og ensku)
● Reynslu af miðlun og gerð efnis fyrir samfélagsmiðla
● Færni í mannlegum samskiptum og leiðtogahæfni
● Reynslu af stjórnun viðburða og/eða getu til að stýra verkefnum á eigin spýtur
Hvað bjóðum við uppá?
● Áhugavert og lifandi starf í íþróttahreyfingunni
● Heilbrigt, hvetjandi og sveigjanlegt starfsumhverfi
● Möguleika á að bæta frjálsíþróttahreyfinguna og samfélagið um leið
● Gott tækifæri til að læra og bæta sig í fjölbreyttu og krefjandi starfi
Viðkomandi vinnur náið með framkvæmdastjóra, skrifstofu og stjórn FRÍ auk fjölda sjálfboðaliða.
Umsóknarfrestur er til og með 22. desember. Ferilskrá auk kynningarbréfs þarf að fylgja með umsókn. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Karlsson ([email protected]) eða í síma 514-4040.
Icelandic
English










