

Sérfræðingur í reikningshaldi
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir (FSRE) leitar að reynslumiklum og lausnamiðuðum einstaklingi með umfangsmikla þekkingu á bókhaldi og reikningsskilum í öflugan hóp starfsfólks á sviði fjármála og eignastýringar. Starfið felur í sér mikil samskipti við annað starfsfólk stofnunarinnar, viðskiptavini og birgja.
FSRE rekur eitt af stærstu fasteignafélögum landsins auk þess að bera ábyrgð á og stýra uppbyggingu innviða og aðstöðu fyrir ríkisaðila. Fjárhagslegt umfang nemur um 30 milljörðum á ári og skiptist í þrjár einingar; bókhalds- og uppgjörsþjónusta framkvæmdaverkefna, innheimta leigu og rekstur eigna auk reksturs FSRE sem er ríkisstofnun í A2 hluta ríkissjóðsuppgjörs.
Um er að ræða leiðandi hlutverk í krefjandi umhverfi sem krefst mikilla samskipta við starfsfólk, viðskiptavini og birgja. Í því felst tækifæri til að þróa áfram umbótaverkefni og sjálfvirknivæðingu bókhaldsferla.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Útgáfa reikninga
• Afstemmingar
• Umbótavinna í tengslum við bókhald og rekstur
Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun sem nýtist í starfi
• Próf í viðurkenndum bókara er kostur
• Haldbær reynsla af færslu bókhalds og afstemmingar er skilyrði
• Góð Excel kunnátta er skilyrði
• Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði
• Hæfni í greiningu fjárhagsupplýsinga og framsetningu gagna
• Þekking á Oracle bókhaldskerfinu er kostur
• Skipulagshæfni, sjálfstæði og nákvæm vinnubrögð
• Þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
• Mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti
Nánar um starfið
Um er að ræða fullt starf sem heyrir undir deildarstjóra bókhalds.
Umsóknarfrestur er til og með 4. janúar 2026
Umsókn óskast fyllt út á Starfatorgi. Öllum umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá
birtingu auglýsingar, sbr. reglur nr. 1000/2019, um auglýsingar lausra starfa.
Nánari upplýsingar veita Stefanía Nindel, framkvæmdastjóri fjármála og eignastýringar ([email protected]) og Hermann Hermannsson, mannauðsstjóri ([email protected]).
Um FSRE
Hjá FSRE starfa rúmlega 70 sérfræðingar með breiða þekkingu á sviði fasteignaþróunar, framkvæmda og rekstrar. Við erum spennandi vinnustaður á fleygiferð inn í framtíðina, bjóðum upp á verkefnamiðað vinnuumhverfi og sveigjanlegan vinnutíma. Við leggjum áherslu á að styðja starfsfólk okkar í þekkingaröflun, m.a. í gegnum alþjóðlegt tengslanet. Við brennum fyrir jafnrétti, frábærri vinnustaðamenningu og fjölskylduvænum vinnustað.
FSRE er sjálfstæð stofnun sem ber ábyrgð á skipulagningu, þróun, nýtingu og rekstri fasteigna í eigu íslenska ríkisins. Hlutverk FSRE er að stuðla að hagkvæmri, vistvænni og ábyrgri meðferð eigna í þágu opinberrar starfsemi og samfélagsins í heild.
Ríkiseignir er stofnun í umsjón FSRE. Stofnunin annast daglegan rekstur, viðhald og þjónustu við fasteignir ríkisins og tryggja að húsnæði ríkisaðila sé í samræmi við þarfir og kröfur. Fasteignasafnið í umsjón Ríkiseigna er eitt af stærstu fasteignasöfnum landsins með um 530 þúsund fermetrum húsnæðis. Stofnunin leigir þar að auki um 100 þúsund fermetra húsnæðis á almennum markaði til framleigu fyrir stofnanir og ráðuneyti.
Jarðasjóður, sem einnig er hluti af FSRE, heldur utan um eignarhald og umsýslu á um 380 jörðum og jarðeignum ríkisins með það að markmiði að nýta land og auðlindir á ábyrgan og sjálfbæran hátt.
• Útgáfa reikninga
• Afstemmingar
• Umbótavinna í tengslum við bókhald og rekstur
• Próf í viðurkenndum bókara er kostur
• Haldbær reynsla af færslu bókhalds og afstemmingar er skilyrði
• Góð Excel kunnátta er skilyrði
• Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði
• Hæfni í greiningu fjárhagsupplýsinga og framsetningu gagna
• Þekking á Oracle bókhaldskerfinu er kostur
• Skipulagshæfni, sjálfstæði og nákvæm vinnubrögð
• Þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
• Mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti
Icelandic










