

Iðjuþjálfar á taugaendurhæfingardeild Landakoti
Við óskum eftir iðjuþjálfum í okkar góða hóp á Landakoti sem saman stendur af iðjuþjálfum og aðstoðarmönnum. Taugaendurhæfingardeild býður upp á endurhæfingu aldraðra, með sérstaka áherslu á sjúklinga sem hafa fengið heilablóðfall og eiga það sameiginlegt að hafa tapað færni, tímabundið eða varanlega. Markmið endurhæfingarinnar er að gera einstaklinginn eins sjálfbjarga líkamlega, andlega og félagslega og geta hans leyfir. Leiðir að þeim markmiðum eru margar og eru unnar í öflugri þverfaglegri teymisvinnu. Miklir möguleikar eru á að sækja sér aukna menntun og þekkingu á sviðinu svo reymslumiklir sem og reynsluminni iðjuþjálfar eru hvattir til að sækja um.
Í iðjuþjálfun á Landspítala starfa um 30 iðjuþjálfar og aðstoðarmenn sem dreifast víða um spítalann. Störf okkar eru fjölbreytt og gefst starfsfólki tækifæri á að öðlast víðtæka þekkingu innan fagsins. Mikið faglegt starf er unnið og eru ýmsir möguleikar á endurmenntun. Við leggjum mikla áherslu á að taka vel á móti nýju samstarfsfólki og veita góða aðlögun. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Svanborgu Guðmundsdóttur yfiriðjuþjálfa á Landakoti til að fá nánari upplýsingar.
Um er að ræða framtíðarstarf þar sem unnið er í dagvinnu og sveigjanlegur vinnutími í boði. Starfhlutfall er 80-100% og eru störfin laus nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi. Vinnuvika í fullu starfi er 36 klukkustundir.
-
Ábyrgð á þeirri iðjuþjálfun sem hann veitir og mat á árangri meðferðar
-
Skráning og skýrslugerð
-
Fræðsla og skipulagning starfa aðstoðarfólks iðjuþjálfa á deild/um
-
Fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
-
Þátttaka í þverfaglegu samstarfi/teymi
-
Þátttaka í fagþróun
-
Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi
-
Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf
-
Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Icelandic



























































