Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Verkefnastjóri með ábyrgð á velferðarúrræðum - Þjónusta og úrræði

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða verkefnastjóra með ábyrgð á velferðarúrræðum í þjónustu- og úrræðateymi á fjölskyldu- og barnamálasviði. Um er að ræða 100% starf.

Teymi þjónustu- og úrræða sinnir miðlægri stoðþjónustu við fagdeildir á fjölskyldu- og barnamálasviði. Það sinnir meðal annars sértækri afgreiðlsu og upplýsingagjöf innan sviðins og heldur utan um miðlæg velferðarúrræði s.s. stuðningsþjónustu og félagslegar íbúðir.

Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á samstarf með heildarsýn að leiðarljósi sem og metnaðarfullt og faglegt starf í þágu bæjarbúa.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Heldur utan um stuðningsúrræði á fjölskyldu- og barnamálasviði og hefur umsjón með ráðningum starfsmanna í einstaklingsstuðning í samráði við deildarstjóra
  • Sinnir úttektum á stuðningsfjölskyldum skv. umsagnarbeiðni frá Gæða- og eftirlitsstofnun
  • Sér um úrvinnslu umsókna ráðgjafa um einstaklingsstuðning og stuðningsfjölskyldur og deilir málum á tímavinnufólk og stuðningsfjölskyldur
  • Ber ábyrgð á að taka saman upplýsingar og gögn sbr. upplýsingalög og sinnir annarri umsýslu í samráði við deildarstjóra og ráðgjafa á sviðinu
  • Hefur frumkvæði og tekur þátt í að þróa úrræði í stuðningsþjónustu
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun (B.A/B.Sc.) sem nýtist í starfi s.s. á sviði , félags- eða heilbrigðisvísinda
  • Reynsla og þekking af stjórnsýslu sveitarfélaga
  • Reynsla af verkefnastjórnun og upplýsingamiðlun
  • Reynsla af starfsmannamálum og ráðningum kostur
  • Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni 
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfileikar 
  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Launkjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Elín Ósk Baldursdóttir, deildarstjóri í þjónustu- og úrræðateymi á [email protected] eða í síma 585-5500.

Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember 2025

Greinargóð ferilskrá, kynningarbréf og prófskírteini fylgi umsókn.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Advertisement published12. November 2025
Application deadline25. November 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags