

Sérhæfður aðstoðarmaður iðjuþjálfa á Landakoti
Iðjuþjálfun á Landakoti vill ráða öflugan einstakling til starfa sem aðstoðarmann. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni sem unnin eru undir leiðsögn iðjuþjálfa. Áhugavert starf sem býður upp á fjölda tækifæra og óskum við sérstaklega eftir umsóknum fá iðjuþjálfanemum.
Í iðjuþjálfun á Landspítala starfa yfir 30 iðjuþjálfar og aðstoðarmenn sem dreifast víða um spítalann. Störfin eru fjölbreytt og gefst starfsfólki tækifæri á að öðlast víðtæka þekkingu innan fagsins. Mikið faglegt starf er unnið og eru ýmsir möguleikar á endurmenntun. Við leggjum mikla áherslu á að taka vel á móti nýju starfsfólki og veita góða aðlögun. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Svanborgu Guðmundsdóttur, yfiriðjuþjálfa á Landakoti til að fá nánari upplýsingar.
Starfshlutfall er eftir samkomulagi og unnið er í dagvinnu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Vinnuvika í fullu starfi er 36 klukkustundir.
-
Þjálfun einstaklinga með færniskerðingu undir leiðsögn iðjuþjálfa
-
Halda utan um og taka þátt í hópastarfi
-
Sinna eftirliti með búnaði og hjálpartækjum
-
Taka þátt í öðrum störfum innan iðjuþjálfunar eftir þörfum
-
Nemi í iðjuþjálfun æskilegt
-
Menntun sem nýtist í starfi kostur t.d. þroskaþjálfun, íþróttafræðingar, o.s.frv.
-
Hæfni í mannlegum samskiptum
-
Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
-
Almenn tölvukunnátta
Icelandic

























































