

Hjúkrunarfræðingur á dagdeild barna
Við leitum að áhugasömum hjúkrunarfræðingum sem vilja vera hluti af spennandi og fjölbreyttu og ört vaxandi starfsumhverfi á dagdeild barna. Á deildinni færðu tækifæri til að vinna með fjölbreytta hópa skurðsjúklinga og lyflæknissjúklinga, frá fæðingu að 18 ára aldri og fjölskyldum þeirra. Veita faglega og fjölskyldumiðaða þjónustu, þar sem öryggi, fagmennska og umhyggja er höfð að leiðarljósi. Starfið er dagvinna og unnið er virka daga.
Við tökum vel á móti öllum:
Þú verður hluti af stækkandi hóp hjúkrunarfræðinga og annars starfsfólks á deildinni. Við leggjum mikla áherslu á að veita góða einstaklingshæfða aðlögun sem er sniðin að þínum þörfum og reynslu.
Störfin eru laus strax eða eftir samkomulagi. Við erum sveigjanleg og hlökkum til að heyra frá þér. Þetta getur verið spennandi tækifæri til að efla metnað sinn og sjálfstæði í starfi. Áhugasömum hjúkrunarfræðingum er velkomið að kíkja í heimsókn.
Barnaspítali Hringsins hefur forystu í heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga á Íslandi. Þar er veitt fjölbreytileg heilbrigðisþjónusta sem krefst mikillar sérhæfingar.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf. Ráðining er frá 1. febrúar 2026 eða eftir samkomulagi.
Icelandic






















































