
Sólvangur hjúkrunarheimili
Sóltún hóf störf í janúar 2002 og var fyrsta hjúkrunarheimilið á landinu sem fór í einkaframkvæmd. Við bjóðum upp á hjúkrun, heilsueflingu og stuðning en í dag eru rekin tvö hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu, Sóltún í Reykjavík og Sólvangur í Hafnarfirði sem opnaði árið 2019. Auk heimilanna tveggja er boðið upp á heimaþjónustu, endurhæfingu, dagdvöl og dagþjálfun.
Heimilisandi og virðing fyrir einkalífi hvers skjólstæðings er ráðandi í okkar starfi en einnig öryggiskennd íbúanna sem hlýst með sambýli við aðra og sólarhrings hjúkrunarþjónustu.
Athafnir daglegs lífs eru viðfangsefni á hvoru heimili fyrir sig. Áhersla er lögð á þátttöku íbúa og aðstandenda þeirra eftir getu, óskum og vilja hvers og eins.

Deildarstjóri – Sóltún Sólvangur hjúkrunarheimili
Viltu leiða frábært teymi í hlýlegu og faglegu umhverfi?
Hjúkrunarheimili Sóltúns Sólvangi í Hafnarfirði óskar eftir öflugum og metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi í starf deildarstjóra til að leiða starfsemi einnar deildar heimilisins.
Sólvangur er hjúkrunarheimili í hjarta Hafnarfjarðar með 71 einstaklingsíbúð. Heimilið skiptist í heimilislegar einingar með 10–11 íbúum í hverri, þar sem lögð er áhersla á persónulega þjónustu og virðingu fyrir einstaklingnum.
Um er að ræða framtíðarstarf í 100% starfshlutfalli í dagvinnu innan stuðningsríks og hlýlegs umhverfis, fyrsti starfsdagur er samkvæmt samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg stjórnun og rekstur deildar
- Starfsmannastjórnun og teymisvinna
- Skipulagning og eftirfylgni með hjúkrun og umönnun
- Samskipti við íbúa, aðstandendur og aðra fagaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Hreint sakavottorð
- Stjórnunarreynsla kostur
- Leiðtogahæfni
- Góð samskipta- og skipulagshæfni
- Frumkvæði, sveigjanleiki og jákvæðni
- Góð íslenskukunnátta og færni í notkun upplýsingatækni
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddan hádegismat
- Velferðartorg
- Samgöngustyrk
- Íþróttastyrk
Nánari upplýsingar
veitir Fjóla Bjarnadóttir, forstöðumaður á tölvupóstfanginu [email protected]
Advertisement published10. December 2025
Application deadline17. December 2025
Language skills
IcelandicRequired
Location
Sólvangsvegur 2, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Skills
ProactiveNursePositivityLeadershipHuman relationsPlanningFlexibility
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Hjúkrunarfræðingur á innrennsliseining dagdeildar gigtar
Landspítali

Sjúkraliði óskast á endurhæfingardeild Landakoti
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur við umsjón útskrifta á lyflækningadeild
Landspítali

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga
Landspítali

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á bráðalyflækningadeild A2
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur við umsjón útskrifta á smitsjúkdómadeild
Landspítali

Sjúkraliði á HNE-, lýta- og æðaskurðdeild
Landspítali

Hjúkrunarfræðingar - Komið í lið með okkur!
Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á skurðstofur Fossvogi
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur á bráðalegudeild geð- og fíknisjúkdóma
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur á dagdeild barna
Landspítali