
Verkefnastjóri - Kambstál ehf
Við leitum að verkefnastjóra til að sinna ört vaxandi verkefnum hjá okkur. Við leitum að starfsmanni til að sinna samskiptum við viðskiptavini vegna stærri verkefna og skipulagningu á framleiðslu og samsetningu á einingum úr kambstáli.
Vinnutími er 8 - 17 mánudaga til fimmtudaga og 8 – 15,30 á föstudögum
Kambstál ehf er ört vaxandi fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að klippa og beygja kambstál fyrir byggingariðnaðinn á Íslandi. Kambstál selur einnig alla helstu fylgihluti fyrir járnbendingu og steypuíhluti.
Stýring á völdum verkefnum. Hönnun og gerð klippilista fyrir tölvustýrðar vélar okkar ásamt samskiptum við viðskiptavini.
Iðnnám eða tæknimenntun æskileg og/eða reynsla af byggingariðnaði. Þekking á eftirfarandi forritum er kostur: Autocad, Bluebeam, excel.
Góður almennur skilningur á lestri teikninga er skilyrði.
Góð þekking á Íslensku í rituðu og töluðu máli.
Þekking eða reynsla af byggingarmarkaði og járnabindingum mikill kostur, en ekki skilyrði.













