

Vörustjóri öryggislausna
Öryggismiðstöðin leitar að öflugum vörustjóra í öryggislausnum til að styðja við söluteymi okkar. Ef þú hefur brennandi áhuga á tæknilegum lausnum og virkni þeirra, ert með þekkingu á sviði öryggislausna eða öðrum tæknilausnum, og hefur reynslu af samskiptum við erlenda birgja, þá viljum við heyra frá þér!
Lýsing á starfi:
Viðkomandi mun bera ábyrgð á stýringu og þróun skilgreindra vöruflokka á sviði öryggislausna. Hann mun vinna náið með söluteymi og viðskiptavinum og stuðla að vexti með sérfræðiþekkingu sinni. Starfið felur í sér umsjón með vöruvali, sérþekkingu á lausnum, vöruþróun og innleiðingu lausna ásamt samskiptum við birgja, viðskiptavini og aðra samstarfsaðila.
- Dagleg umsjón, vörustýring og sérþekking á öryggislausnum.
- Umsjón með vöruþróun, vali á lausnum og innleiðingu þeirra.
- Kynningar á vörum og lausnum fyrir söluteymi og viðskiptavini.
- Samskipti og samningagerð við innlenda og erlenda samstarfsaðila.
- Greiningarvinna og ábyrgð á framlegð, verðlagningu og birgðum.
- Þekkingaruppbygging innan söluteymis og aðstoð við tilboðsgerð.
- Menntun á sviði rafiðngreina, verk-/tölvunarfræði, viðskiptafræði eða sambærileg menntun er nauðsynleg.
- Skipulagshæfileikar og frumkvæði til að afla sér nýrrar þekkingar er nauðsynleg.
- Áhugi, forvitni og skilningur á tæknilegum lausnum og hugbúnaði er nauðsynlegur.
- Þekking og reynsla af öryggislausnum eða öðrum tæknilausnum er mikill kostur.
- Hugbúnaðarþekking er mikilvæg, þar með talið góð tölvukunnátta, t.d. í Excel og Power Point. Þekking á Business Central er kostur.
- Reynsla af samskiptum við erlenda birgja, samningagerð og birgðastýringu er kostur.
- Mjög gott vald á íslensku og ensku, bæði í töluðu og rituðu máli.
Umsókn:
Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar, hæfni sinni og getu til að mæta kröfum starfsins.
Við hlökkum til að taka á móti umsókn þinni og bjóða þér í kraftmikið umhverfi þar sem fagmennska og metnaður eru í fyrirrúmi.













