
Steypustöðin
Steypustöðin var stofnuð árið 1947 og eru aðalstöðvar félagsins á Malarhöfða 10 Reykjavík.
Steypustöðin er með útibú á nokkrum stöðum eins og Hafnarfirði, Selfossi, Helguvík, Borgarnesi og Þorlákshöfn ásamt tveimur færanlegum Steypustöðvum.
Eins og nafnið gefur kynna til er meginstarfssemi félagsins framleiðsla og afhending á steypu. Félagið rekur einnig helluverksmiðju, flotbíla fyrir flotmúr, múrverslun, efnisvinnslu og stærstu einingaverksmiðju landsins í Borgarnesi.
Hjá félaginu starfa nú um 300 starfsmenn

Byggingartæknifræðingur / Verkfræðingur
Steypustöðin leitar að Byggingartæknifræðing eða verkfræðing í fullt starf í tæknideild fyrirtækisins. Starfið felur í sér vinnu í hönnunardeild við hönnun og gerð framleiðsluteikninga ásamt magntöku og fleiri tilfallandi verkefnum. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf með mikla möguleika á starfsþróun.
Við hvetjum öll kyn til þess að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hanna burðarvirki og einingar
- Teikna upp framleiðsluteikningar frá utanaðkomandi hönnuðum
- Rýni teikninga
- Magntaka
- Uppsetning framleiðsluskjala
- Samskipti við hönnuði og verkkaupa
Menntunar- og hæfniskröfur
- Byggingartæknifræði eða verkfræði menntun er skilyrði
- Þekking á framleiðslu á forsteyptum einingum er mikill kostur
- Þekking á Autocad, Revit og (þekking á Impact er kostur)
- Góð tölvukunnátta
- Frumkvæði og faglegur metnaður
- Góð samskiptahæfni
- Íslensku og enskukunnátta
Fríðindi í starfi
- Jákvætt og hvetjandi vinnuumhverfi
- Líkamsræktarstyrkur
- Námskeið og fræðsla
- Fjölbreytt verkefni
- Hádegismatur
Auglýsing birt27. febrúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Engjaás 2, 310 Borgarnes
Malarhöfði 10, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
AutoCadFrumkvæðiMannleg samskiptiMetnaður
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (7)

Hönnuður á byggingadeild
Límtré Vírnet ehf

Verkefnastjóri í jarðvinnu
Þróttur ehf

Sérfræðingur í mannvirkjaeftirliti
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Burðarvirkjahönnuður
exa nordic

Gæðasérfræðingur
Steypustöðin

Sérfræðingur í hönnunareftirliti
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Grænni byggð leitar að sumarstarfsmanni
Grænni byggð - Green Building Council Iceland