
Rio Tinto á Íslandi
Rio Tinto á Íslandi – í daglegu tali oft nefnt “ISAL” – hefur framleitt ál í Straumsvík í meira en 50 ár og notar til þess íslenska umhverfisvæna orku.
Við framleiðum um 200 þúsund tonn af hágæðaáli á ári og sendum það til fjölmargra viðskiptavina víðsvegar í Evrópu. Þannig öflum við dýrmætra gjaldeyristekna fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag.
Ál gerir daglegt líf okkar betra; það er meðal annars notað í bíla, flugvélar, byggingar, raftæki á borð við tölvur og síma, og umbúðir utan um matvæli, drykki og lyf. Mikil meirihluti áls er endurunninn sem þýðir að komandi kynslóðir geta notað það aftur og aftur með lítilli fyrirhöfn.
Við erum fjölbreyttur vinnustaður tæplega 400 starfsmanna auk verktaka.
Við kappkostum að vera í fararbroddi í öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum og leggjum einnig mikla áherslu á starfsmenntamál og jafnrétti á vinnustað.
Gildi okkar eru: umhyggja - hugrekki - framsækni

Sérfræðingur í rekstri raforkukerfa
Viltu starfa í hátæknilegu og krefjandi umhverfi?
Rio Tinto á Íslandi leitar að sérfræðingi með bakgrunn í rafmagnsverkfræði, rafmagnstæknifræði eða sambærilegu til að sinna lykilhlutverki í þróun og rekstri orkustjórnkerfa álversins í Straumsvík. Í starfinu felst að tryggja stöðugan og öruggan rekstur háspennu- og afriðlabúnaðar álversins.
Ef þú hefur brennandi áhuga á að starfa við eitt mikilvægasta raforkukerfi landsins og taka þátt í þróun á öruggum og skilvirkum rekstri, hvetjum við þig til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Rekstur, eftirlit og bilanagreiningar á háspennu- og lágspennubúnaði í aðveitu- og dreifistöðvum.
- Þróun og viðhald straumstýringa og hugbúnaðar fyrir afriðladeildir, m.a. með iðntölvuforritun.
- Mælingar, greiningar á rekstrartruflunum og þátttaka í umbótaverkefnum til að auka rekstraröryggi og skilvirkni.
- Samstarf við orkufyrirtæki, verktaka og birgja til að tryggja öruggan og hagkvæman rekstur.
- Eftirfylgni með öryggisreglum, stöðlum og verklagsreglum vinnu við rafbúnað.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í rafmagnsverkfræði, rafmagnstæknifræði eða skyldu fagi. Iðnmenntun á sviði rafmagns er kostur.
- Reynsla af rekstri og viðhaldi háspennubúnaðar og dreifikerfa, þar með talið aflspennum, rofabúnaði og verndarkerfum.
- Góð hæfni í bilanagreiningu, rafmagnsgæðum og orkunýtni, auk þekkingar á SCADA-kerfum, fjargreiningu og sjálfvirkum stjórnkerfum.
- Reynsla af iðntölvuforritun er kostur.
- Rík öryggisvitund og ögun og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Góð samskiptahæfni og geta til að starfa í teymi.
- Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
Fríðindi í starfi
- Frítt fæði í mötuneyti.
- Heilsustyrkur.
- Fæðingarorlofsstyrkur allt að 18 vikur á óskertum launum.
- Velferðartorg.
- Þátttaka í hlutabréfakaupum.
- Öflugt þjálfunar- og fræðslustarf.
Auglýsing birt26. febrúar 2025
Umsóknarfrestur6. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Straumsvík, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagTæknifræðingurVerkfræðingur
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Raflagnahönnuður
Raftákn

Vöru- og verkefnastjóri
Landspítali

Sérfræðingur í áhættugreiningu
Rio Tinto á Íslandi

Verkefnastjóri í Viðskiptaþróun
Langisjór | Samstæða

Head of Digital Transformation
Air Atlanta Icelandic

Vilt þú vinna við véla og veituhönnun?
EFLA hf

Umsjón og eftirlit framkvæmda í iðnaðar- og veitukerfum
EFLA hf

Vilt þú leggja línurnar að framtíðardansi Nova?
Nova

Verkefnastjóri hjá FSRE
FSRE

Rekstarstjóri á Þjórsársvæði
Landsvirkjun

Sérfræðingur í kerfisrekstri
Míla hf

Verkfræðingur í Gæðasetri
Embla Medical | Össur