Nýr Landspítali ohf.
Nýr Landspítali ohf.
Nýr Landspítali ohf.

BIM-stjóri Nýs Landspítala ohf.

Nýr Landspítali ohf. eflir verkefnastjórn við hönnunar- og framkvæmdaverkefni og leitar að öflugum fagmenntuðum liðsmanni í verkefni tengd BIM sérfræðivinnslu, BIM-stjóra NLSH.

NLSH ohf. stendur fyrir gríðarlega umfangsmikilli og flókinni uppbyggingu þar sem upplýsingalíkön gegna lykilhlutverki bæði í hönnun og verkframkvæmd. Því leitar félagið að öflugum liðsmanni til þess að leiða vinnu í tengslum við upplýsingalíkön félagsins.

Helstu verkefni eru m.a.:

  • Rekstur á ACC (Autodesk Construction Cloud) vefjum NLSH
  • Verkefnastjórn í tengslum við BIM verkefni
  • Hönnunarrýni og samræming
  • Stefnumótun í tengslum við notkun upplýsingalíkana hjá félaginu

Allar umsóknir eru trúnaðarmál og verða nöfn umsækjenda ekki birt opinberlega.

Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og stutt kynningarbréf og annað sem umsækjandi telur skipta máli. Ítrekað er að farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál, í smræmi við persónuverndarstefnu NLSH, og þeim svarað formlega.

Nýr Landspítali ohf. (NLSH) hefur með höndum stjórnun á uppbyggingu bygginga Landspítala og annarra sérhæfðra sjúkrahúsasem m.a. felur í sér uppbyggingu gatnagerðar og byggingaframkvæmda á nýjum Landspítala við Hringbraut. Félagið, sem er að fullu í eigu ríkisins, er í samstarfi við fjölmarga hagsmunaaðila m.a. stjórnvöld, Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir, Háskóla Íslands, sjúklingasamtök, Reykjavíkurborg. Fjöldi ráðgjafa starfar fyrir og með NLSH. Nánari upplýsingar um NLSH má finna á www.nlsh.is

Nánari upplýsingar:
Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH ([email protected]), 696 3350.
Helgi Davíð Ingason, teymisstjóri Áhættu og samræmingar ([email protected]), 843 8708.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sjá ofar

Menntunar- og hæfniskröfur

Leitað er að starfsmanni sem er menntaður í verk- eða tæknifræði, arkitektúr, byggingarfræði, eða hafa aðra sambærilega tæknilega menntun. Þess er krafist að viðkomandi hafi minnst þriggja ára reynslu af sambærilegum verkefnum og lýst er hér að ofan.

Auglýsing birt27. febrúar 2025
Umsóknarfrestur17. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Vatnsmýrarvegur 22, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar