Austurbrú ses.
Austurbrú ses.
Austurbrú ses.

Verkefnastjóri í þekkingarmiðlun og fræðslu

Ert þú drífandi og skipulagður leiðtogi með brennandi áhuga á fræðslustarfsemi atvinnulífsins?

Austurbrú auglýsir eftir verkefnastjóra til að sinna fjölbreyttum, þverfaglegum verkefnum á sviði fræðslumála og þekkingarmiðlunar. Meginverkefni starfsins eru annars vegar að sinna kjarnaverkefnum málaflokksins svo sem umsjón prófa og háskólaþjónustu á Austurlandi, hins vegar mótun, umsjón og framkvæmd tímabundinna og breytilegra verkefna. Í starfinu felst að miðla upplýsingum og þekkingu, sinna samskiptum við einstaklinga, fyrirtæki og aðra hagaðila auk teymisvinnu fjölbreyttra verkefna málaflokksins.

Við leitum að verkefnastjóra sem er skapandi, lausnamiðaður og skipulagður og á auðvelt með að skapa tengsl og eiga í samskiptum við ólíka aðila. Ef þú vilt vinna að kraftmiklum verkefnum sem fela í sér fjölbreytt viðfangsefni sem efla einstaklinga, vinnustaði og samfélagið, þá er þetta starfið fyrir þig.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiðandi stuðningur við háskólanema og efling háskólasamfélagsins á Austurlandi.
  • Umsjón með prófum, námskeiðum og þróun námsleiða.
  • Ráðgjöf og náin vinna með fyrirtækjum og stofnunum í fræðslu og þekkingarmiðlun.
  • Gerð kennsluefnis í íslensku og þróun og innleiðing stafrænna og gagnvirkra kennslulausna.
  • Skipulagning og stjórnun fjölbreyttra fræðsluverkefnum.
  • Uppbygging og viðhalda sterkra tengsla við hagaðila og viðskiptavini.
  • Miðlun upplýsinga og faglega ráðgjöf.
  • Þróun námsframboðs og bættrar þjónustu.
  • Önnur verkefni sem viðkomandi er falið. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi (t.d. kennsla, miðlun eða upplýsingatækni).
  • Reynsla af verkefnastjórnun og leiðtogahæfni.
  • Þekking á háskólaumhverfi og fræðslustarfsemi atvinnulífsins er kostur.
  • Sterk samskipta- og teymisvinnufærni.
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð með áherslu á lausnamiðaða hugsun.
  • Mjög góð færni í íslensku og ensku.
  • Mjög góð tölvu- og tæknikunnátta; kunnátta í Innu er kostur.
  • Framsýni, jákvæðni og sveigjanleiki.
Fríðindi í starfi

Heimavinnudagar, sveigjanlegur vinnutími, heilsustyrkur

Auglýsing birt21. janúar 2025
Umsóknarfrestur2. febrúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Tjarnarbraut 39, 700 Egilsstaðir
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar