Reykjalundur
Reykjalundur
Reykjalundur

Verkefnastjóri CARF - gæðakerfi í endurhæfingu

Reykjalundur endurhæfing ehf. leitar að öflugum og framsýnum verkefnastjóra til að leiða fjölþætt gæða- og umbótaverkefni innan Reykjalundar.

Reykjalundur hefur hafið vegferð að innleiðingu CARF gæðakerfis og stefnt er að formlegri vottun vorið 2025. Verkefnastjóri mun starfa náið með gæðastjóra og heyra undir forstjóra. Kostur er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Ráðningartími er tvö ár - með möguleika á áframhaldandi ráðningu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun og starfsreynsla sem nýtist í starfi.
  • Framhaldsmenntun í verkefnastjórnun.
  • Reynsla af þróun á nýrri þjónustu er kostur.
  • Reynsla af verkefnastýringu, umbótavinnu og innleiðingu þeirra er kostur.
  • Reynsla af umbótastarfi innan heilbrigðiskerfisins er kostur.
  • Jákvæðni og framúrskarandi samskiptahæfni.
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfni.
  • Frumkvæði, innsæi og metnaður í starfi.
  • Hreint sakavottorð er skilyrði.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ábyrgð á skipulagningu, framkvæmd og mati verkefna.
  • Gerir verkáætlanir og forgangsraðar verkefnum við innleiðingu á CARF gæðakerfi sem og öðrum gæða- og umbótaverkefnum.
  • Tryggir að markmið verkefna náist.
  • Gerir þarfa- og ferlagreiningar.
  • Leiðbeinir og aðstoðar við ýmis gæða- og umbótaverkefni.
  • Tekur þátt í að gera aðgerða- og kostnaðaráætlanir fyrir umbótaverkefni.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknarfrestur er til og með 16. október 2024.

Upplýsingar um starfið veita Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri - gudbjorg@reykjalundur.is og Pétur Magnússon forstjóri - petur@reykjalundur.is

Auglýsing birt2. október 2024
Umsóknarfrestur16. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Reykjalundur 125400, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hönnun ferlaPathCreated with Sketch.Innleiðing ferlaPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Umsýsla gæðakerfaPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar