Aðstoðarmaður deildarstjóra / verkefnastjóri á útskriftardeild aldraðra
Útskriftardeild aldraðra auglýsir laust til umsóknar starf aðstoðarmanns deildarstjóra. Deildin byggir á endurhæfingu fyrir aldraðra sem útskrifast heim til sín tveimur til fjórum vikum frá innlögn á deildina. Markmið endurhæfingar er að einstaklingar nái bættri hreyfigetu og geti sjálfstætt leyst af hendi sem flestar athafnir daglegs lífs.
Leitað er eftir öflugum liðsmanni með mikla skipulagshæfileika og getu til að vinna undir álagi í fjölbreyttu, krefjandi og skapandi starfi á frábærum vinnustað. Um er að ræða nýtt starf á deildinni og því ýmis spennandi tækifæri þar í boði.
Landakot er staðsett í rólegu og rótgrónu hverfi miðsvæðis í Reykjavík. Andinn í húsinu er einstakur og nálægð við mannlíf Miðborgarinnar er kostur eftir góðan vinnudag.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi; viðbótarmenntun eða framhaldsnám í mannauðsstjórnun eða verkefnastjórnun æskileg
Reynsla af sambærilegu starfi kostur
Leiðtoga- og skipulagshæfni
Framúrskarandi samskiptahæfni og stuðlar að góðum starfsanda
Jákvæðni, hvetjandi og lausnarmiðuð hugsun í starfi
Mjög góð almenn tölvukunnátta
Mjög góð færni í íslensku og ensku, bæði töluðu og rituðu máli
Helstu verkefni og ábyrgð
Umsjón með Vinnustund og aðstoð við mönnun vakta
Ýmis mannauðstengd verkefni svo sem þátttaka í móttöku og aðlögun nýrra starfsmanna, undirbúningur fyrir starfsmannasamtöl og atvinnuviðtöl
Yfirsýn hvað varðar þjálfun og endurmenntun starfsfólks
Ýmis sérhæfð verkefni sem tengjast umbótastarfi, samskiptum og samhæfingu eins og að halda utan um fræðslu, starfsdaga, fundi og aðra viðburði
Yfirsýn yfir rekstrarumhverfi
Ritun og úrvinnsla fundargerða og annarra gagna sem tengjast starfseminni
Önnur verkefni að beiðni deildarstjóra