Suðurverk
Suðurverk

Verk- eða tæknifræðingur

Suðurverk hf. óskar eftir að ráða drífandi verk- eða tæknifræðing til starfa. Viðkomandi hefði umsjón með verkefnum félagsins, ásamt því að stýra tilboðsgerð og uppgjöri verka. Í boði er fjölbreytt starf hjá rótgrónu fyrirtæki.

Helstu verkefni og ábyrgð:

· Umsjón með verkefnum

· Gerð verk- og kostnaðaráætlana

· Tilboðsgerð

· Reikningagerð

· Samskipti við verkkaupa

Menntunar- og hæfniskröfur:

· Háskólamenntun á sviði verk- eða tæknifræði

· Þekking og reynsla í jarðvinnuverktöku

· Reynsla af verkstýringu

· Drifkraftur og frumkvæði

· Góð samskipta- og samstarfshæfni

· Góð íslensku- og enskukunnátta

Suðurverk er meðal öflugustu verktakafyrirtækja Íslands og býr fyrirtækið yfir miklum og öflugum tækjakosti, reynslumiklu starfsfólki og mikilli fagþekkingu.

Umsóknarfrestur er til og með 8. október 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veita Lea Kristín Guðmundsdóttir (leakristin@intellecta.is) og Þuríður Pétursdóttir (thuridur@intellecta.is) síma 511 1225.

Auglýsing birt24. september 2024
Umsóknarfrestur8. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Hlíðasmári 6, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Reikningagerð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar