Sérfræðingur í yfirsýn fjármálainnviða
SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða sérfræðing í teymi yfirsýnar á sviði fjármálastöðugleika, til að greina og fylgjast með greiðslumiðlun og fjármálainnviðum.
Eitt meginverkefna Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu, öruggu og virku fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslumiðlun í landinu og við útlönd. Svið fjármálastöðugleika fylgist með þróun fjármálakerfisins, styrk þess og skilvirkni og áhrifum efnahagslegra þátta á kerfið í heild sinni. Einnig er fylgst með greiðslumiðlun og fjármálainnviðum með það að markmiði að stuðla að öryggi, virkni og hagkvæmni. Sviðið hefur umsjón með útgáfu ritsins Fjármálastöðugleika sem gefið er út tvisvar sinnum á ári.
Við leitum nú að öflugum einstaklingi í verkefni sem snúa að rannsóknum og greiningu á greiðslumiðlun og fjármálainnviðum, einkum með tilliti til kerfisáhættu.
- Greining gagna í tengslum við greiðslumiðlun og verðbréfamarkaðinn
- Umsjón með könnun um greiðsluhegðun heimilanna
- Umsjón með útgáfu á reglubundnum greiningum í tengslum við greiðslumiðlun
- Umsjón með álagsprófum á greiðslumiðlun
- Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi
- Skrif í rit bankans, sér í lagi í skýrslu um kostnaðargreiningu í smágreiðslumiðlun og í ritið Fjármálastöðugleika
- Tilfallandi verkefni, umsagnir og ráðgjöf á ábyrgðarsviðum fjármálastöðugleika
- Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. í viðskipta- eða hagfræði, verkfræði eða stærðfræði
- Gott vald á og reynsla af gagnavinnslu
- Þekking á greiðslumiðlun, fjármálainnviðum og fjártækni er kostur
- Reynsla af notkun forrita til birtingar á gögnum, s.s. Power BI er kostur
- Öguð og nákvæm vinnubrögð, greiningarhæfni og frumkvæði
- Færni í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna sjálfstætt og með öðrum
- Gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti