PLAIO
PLAIO
PLAIO

Gagnasérfræðingur í Innleiðingum (Implement. Data Engineer)

Vertu hluti af teymi sem vinnur að byltingarkenndri tækniþróun fyrir lyfja- og líftækniheiminn!
Við í PLAIO leitum að hæfileikaríkum og metnaðarfullum tæknilegum ráðgjafa til að greina þarfir viðskiptavina, skjalfesta þær og innleiða í PLAIO kerfinu.
PLAIO er ört stækkandi fyrirtæki sem hefur skapað sér sterka stöðu í lyfja- og líftæknigeiranum. Við þróum háþróuð framleiðslustýringarkerfi fyrir lyfjafyrirtæki og þjónustum viðskiptavini víða um Evrópu og Bandaríkin. Með metnaðarfullum vaxtaráætlunum bjóðast spennandi tækifæri til starfsþróunar!
Taktu þátt í ævintýrinu! Lífið er skemmtilegra með PLAIO!
Um starfið
Við leitum að reynslumiklum og nákvæmum tæknilegum ráðgjafa til að styrkja teymið okkar. Í þessu hlutverki munt þú bera ábyrgð á að greina og uppfylla flóknar tæknilegar kröfur viðskiptavina, kortleggja þarfir þeirra innan vörulausnar okkar og leiða tæknilega innleiðingu frá upphafi til enda.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoða við tæknileg atriði tengd innleiðingu á hugbúnaðinum okkar, m.a. SQL vinna og uppsetning kerfis
  • Þátttaka í þarfagreiningu og ítarlegri kortlagningu ferla til að skilja kröfur
  • Aðlögun hugbúnaðar að þörfum viðskiptavina
  • Úrlausn tæknilegra vandamála og beiðna frá viðskiptavinum
  • Þátttaka í vöruþróun með virkri endurgjöf á tæknilegum vandamálum og þörfum
  • Bestun ferla í innleiðingu hugbúnaðar
  • Að greina og leysa flóknar áskoranir tengdar aðfangakeðjunni fyrir viðskiptavini okkar
Fríðindi í starfi
  • Gott teymi, með góðan starfsanda
  • Sveigjanlegt, fjölskylduvænt og líflegt starfsumhverfi
  • Öflug skemmtinefnd
  • Góð og vel staðsett starfsaðstaða
  • Líkamsræktarstyrkur
  • Niðurgreiddur hádegismatur
  • Samgöngustyrkur fyrir vistvænar samgöngur
  • Tenging við háskólasamfélagið
  • Síma- og nettenging borguð
  • Gildi okkar til framfara og árangurs eru ,,metnaður, einfaldleiki og vöxtur"
Auglýsing birt27. september 2024
Umsóknarfrestur13. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaFramúrskarandi
Staðsetning
Bjargargata 1, 102 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hönnun ferlaPathCreated with Sketch.Innleiðing ferlaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SQLPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun í upplýsingatækni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar