PLAIO
PLAIO
PLAIO

Sérfræðingur í aðfangakeðjustjórnun

Vertu hluti af teymi sem vinnur að byltingarkenndri tækniþróun fyrir lyfja- og líftækniheiminn!

Við í PLAIO leitum að reyndum, metnaðarfullum og drífandi einstaklingi til að taka þátt í að kortleggja þarfir viðskiptavinar, skjölun á þeim og útfærslu í PLAIO kerfinu.
PLAIO er ört stækkandi fyrirtæki sem er búið að skapa sér nafn í lyfja- og líftækniheiminum. Fyrirtækið þróar framleiðslustýringarkerfi fyrir lyfjafyrirtæki og er með viðskiptavini víðsvegar í Evrópu og Bandaríkjunum. PLAIO stefnir á mikla skölun á næstu árum. Það eru því mikil vaxtartækifæri til staðar!

Um starfið
Við leitum að reyndum, metnaðarfullum og nákvæmum ráðgjafa í fagþjónustuteymið okkar til að bætast í teymið okkar. Í þessu hlutverki munt þú bera ábyrgð á að skilja og uppfylla kröfur viðskiptavina, kortleggja þarfir þeirra innan vörunnar okkar, fylgja viðskiptavini gegnum sölu og inn í innleiðingu.

Taktu þátt í ævintýrinu! Lífið er skemmtilegra með PLAIO!
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna náið með viðskiptavinum til að skilja þarfir þeirra og ferla
  • Stýra aðlögun lausnarinnar að þörfum viðskiptavina
  • Þróa djúpan skilning á vörunni og kortleggja þarfir viðskiptavina við eiginleika hennar
  • Veita sérfræðiráðgjöf um bestu aðferðir við innleiðingu vörunnar
  • Leiða skipulagningu, framkvæmd og afhendingu verkefna fyrir viðskiptavini
  • Samræma vinnu milli innri teyma, þ.m.t. þróunar-, sölu- og markaðsteymi
  • Hanna og skjalfesta sérsniðnar lausnir í samvinnu við viðskiptavini
  • Tryggja að tillögur að lausnum séu tæknilega framkvæmanlegar og uppfylli viðskiptakröfur
Fríðindi í starfi
  • Gott teymi, með góðan starfsanda
  • Sveigjanlegt, fjölskylduvænt og líflegt starfsumhverfi
  • Öflug skemmtinefnd
  • Góð og vel staðsett starfsaðstaða
  • Líkamsræktarstyrkur
  • Niðurgreiddur hádegismatur
  • Samgöngustyrkur fyrir vistvænar samgöngur
  • Tenging við háskólasamfélagið
  • Síma- og nettenging borguð
  • Gildi okkar til framfara og árangurs eru ,,metnaður, einfaldleiki og vöxtur"
Auglýsing birt27. september 2024
Umsóknarfrestur13. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaFramúrskarandi
Staðsetning
Bjargargata 1, 102 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hönnun ferlaPathCreated with Sketch.Innleiðing ferlaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SQLPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar