Alcoa Fjarðaál
Alcoa Fjarðaál
Alcoa Fjarðaál

Rekstrarstjóri viðhalds / Planning superintendent

Alcoa Fjarðaál leitar að einstaklingi með frumkvæði og reynslu til að slást í hóp með okkur í hlutverki rekstrarstjóra viðhalds. Rekstarstjóri viðhalds mun bera ábyrgð á skilvirkri stjórnun og umsjón aðfanga viðhaldsáætlunarteymis, stuðla að sjálfbærni framleiðslu og kostnaðareftirliti og tryggja skilvirka stjórnun eAM eignastýringarkerfisins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stuðlar að því að ná fram sjálfbærni í framleiðslu og kostnaðarstjórnun með því að greina og innleiða endurbætur á búnaði og verkferlum
  • Ber ábyrgð á öllum daglegum aðgerðum, þ.m.t. öryggi, umhverfi, fólki, stjórnun búnaðar, fjárhagsáætlunargerð og kostnaðareftirliti
  • Kemur á, bætir og fylgist með vinnustöðlum meðlima í viðhaldsáætlunarteyminu
  •  Veitir viðhaldsstjóra sérstakar kostnaðarupplýsingar til að aðstoða við að þróa kostnaðaráætlanir fyrir viðhald
  • Þróar og innleiðir framkvæmdaáætlanir til að tryggja að áætlanir og niðurstöður deildar og álversins í heild nái fram að ganga.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sannanlegur árangur í stjórnun, öryggismálum, kostnaðareftirliti og breytingastjórnun
  • Nokkurra ára reynsla í rekstri annaðhvort vélfræði- eða rafmagnsbúnaðar með mikilli áherslu á skipulagningu og tímasetningu
  • Heilbrigðis- og öryggisstjórnunarþekking
  • Hæfni í verkefnastjórnun
  • Virkur leiðtogi með frumkvæði og sterkan bakgrunn í viðhaldsáætlanagerð.
Fríðindi í starfi
  • Mötuneyti
  • Fríar rútuferðir til og frá vinnu
  • Heilsutengdir styrkir
  • Velferðaþjónusta
Auglýsing birt27. september 2024
Umsóknarfrestur11. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Hraun 1, 731 Reyðarfjörður
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar