
atNorth
atNorth hefur frá 2009 verið brautryðjandi í hönnun, uppbyggingu og rekstri hátæknigagnavera á Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Meðal viðskiptavina atNorth eru alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir sem starfa í fjölmörgum greinum, svo sem við rannsóknir, í heilbrigðisgeiranum, í fjármálaiðnaði og veðurfræði, sem nýta þjónustu atNorth til þess að vinna gögn með hámarks afköstum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt.
Með staðsetningu gagnavera atNorth á Norðurlöndunum getur fyrirtækið nýtt umhverfisaðstæður svo sem loftslag og nýtingu hita sem myndast í gagnaverunum til að ná fram betri orkunýtingu en þekkist annars staðar við rekstur gagnavera, ásamt því að knýja gagnaverin með endurnýjanlegri orku. Hringrásarhagkerfið sem byggir á grunni endurnýjanlegrar orku og hagkvæmrar orkunýtingar er haft að leiðarljósi við hönnun gagnavera atNorth.
Höfuðstöðvar atNorth eru í Reykjavík, en fyrirtækið rekur sjö gagnaver á Norðurlöndum. Á árinu 2024 verða tvö ný gagnver tekin í notkun í Finnlandi og Danmörku. Frekari upplýsingar um atNorth er að finna á heimasíðu fyrirtækisins atnorth.com og eins má fylgja atNorth á Linkedin og Facebook.

VÉLVIRKI / VÉLFRÆÐINGUR
atNorth heldur áfram að stækka á Akureyri og leitar að öflugum tæknilegum vélvirkja / vélfræðing í rekstur véla og búnaðar.
Þetta starf er ráðning til framtíðar og fullt stöðugildi. Starfið hentar öllum kynjum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón með stillingum, afköstum og viðhaldi véla- og kælikerfa til að tryggja stöðugan og öruggan rekstur
- Umsjón með varaaflskerfum og trygging á áreiðanleika orkudreifingar
- Leiðir og tekur þátt í skipulagi viðhalds og bilanagreininga
- Umsjón og framkvæmd fyrirbyggjandi viðhalds, viðgerða, uppsetningu og gangsetningu kælikerfa og varaafls.
- Tæknileg sérfræðiaðstoð við framkvæmdir, breytingar o daglegan rekstur gagnaversins
- Leiða umbótaverkefni og stöðuga þróun ásamt því að þjálfa og leiðbeina starfsfólki
- Tryggir að vinnuumhverfi og verklag séu í samræmi við öryggis- og gæðastaðla
- Fylgist með og skilar upplýsingum um viðhaldstölfræði og lykilmælikvarða
- Þátttaka í skýrslu- og áætlanagerð
- Önnur verkefni í samráði við stjórnendur og samstarfsfólk
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist við rekstur vélbúnaðar s.s. á sviði véltækni, vélstjórn, vélavirkjunar eða kælitækni
- Víðtæk þekking á virkni vélakerfa og kælibúnaðar
- Haldgóð reynsla sem nýtist í starfi
- Góð samskiptahæfni og geta til að vinna þvert á teymi
- Sjálfstæð skipulögð vinnubrögð og frumkvæði
- Umbótahugarfar, örygggisvitund og þjónustulund
- Góð kunnátta í ensku, bæði skrifleg og töluð
- Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
Helstu kostir þess að vinna hjá atNorth eru
- Við tryggjum að þú fáir viðeigandi þjálfun, símenntun og aðgang að þekkingu varðandi rekstur gagnavera
- Heilsumiðað hugarfar með markmið um jafnvægi starfs og einkalífs
- Íþróttastyrkur til rækta líkama og sál
- Skemmtinefnd sem heldur stuðinu gangandi
- Veitingaþjónusta send á vinnustaðinn
- Fjarskiptapakki og símastyrkur
- Alþjóðlegur vinnustaður með fjölmenningu
- Tækifæri til þess að ferðast og kynnast öðrum gagnaverum okkar á Norðurlöndunum
Auglýsing birt28. október 2025
Umsóknarfrestur14. nóvember 2025
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Rangárvellir 150122, 603 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Umsjónarmaður fasteignar (Facilities Manager)
Laugarás Lagoon

Framkvæmdastjóri - Vélabær ehf.
Hagvangur

Rafvirki/Rafeindavirki/Vélstjóri í Tæknideild Nortek á Akureyri.
Nortek

Mechanic required
V12 Auto ehf.

Vanir vörubílstjórar og kranamenn óskast til starfa í DS lausnir
DS lausnir

Tæknimaður
Hagvangur

Viðhald og eftirlit með tækjum og búnaði - vélaverkstæði Reyðarfirði
Vegagerðin

Multivac Tæknimaður
Multivac ehf

Vélvirki eða vanur aðili óskast til starfa í Vestmannaeyjum
Nethamar ehf.

Vélaeftirlitsmaður Fjölskyldu- og húsdýragarðs / Útilífsborgar
Reykjavík - Menningar- og íþróttasvið

Rafvirki
Blikkás ehf

Rafvirkjar og vélvirkjar / Electricians and Mechanics
Alcoa Fjarðaál