

Rafvirkjar og vélvirkjar / Electricians and Mechanics
Alcoa Fjarðaál býður iðnaðarmönnum (rafvirkjum og vélvirkjum) fjölbreytt starfstækifæri í dagvinnu eða vaktavinnu. Fyrirtækið getur einnig boðið nokkrum iðnnemum námssamning og starfsþjálfun.
Í hátæknivæddu álveri Alcoa Fjarðaáls vinnur mjög fjölhæfur og öflugur hópur iðnaðarmanna að því að tryggja áreiðanleika búnaðar með bestu viðhaldskerfum sem völ er á. Sérhæft teymi greinir ástand búnaðar, fjögur svæðisbundin teymi sinna skipulögðu viðhaldi í dagvinnu og miðlæg viðhaldsvakt bregst við bilunum allan sólarhringinn. Iðnaðarmenn hjá Fjarðaáli vinna jafnframt mjög náið með framleiðsluteymum, tækniteymum og sérfræðingum í áreiðanleika og viðhaldi.
Verksvið eða meginverkefni starfsins
-
Fylgja öryggisstöðlum við alla vinnu, hjálpa öðrum að fylgja öryggisstöðlum og stöðva vinnu ef hún er ekki örugg.
-
Vinna skipulögð og óskipulögð viðhaldsverk sem úthlutuð eru af leiðtoga viðhalds.
-
Tekur að sér aukahlutverk í kringum rekstur viðhaldsteymis sem hann gegnir í styttri eða lengri tíma.
Ábyrgð í starfi
Iðnaðarmaður starfar í umboði leiðtoga viðhalds. Meginábyrgð iðnaðarmanns er framkvæmd viðhaldsverka á öruggan og vandaðan hátt.
Grunnkröfur
Menntun og/eða réttindi sem krafist er
Krafist er sveinsprófs eða hærri menntunar.
Reynsla sem krafist er
Góð starfsreynsla á vinnumarkaði. Starfsreynsla í framleiðslufyrirtæki er kostur.
Af hverju Alcoa Fjarðaál?
-
Tækifæri til að vinna í einu tæknilega fullkomnasta álveri í heiminum
-
Góð laun og fríðindi
-
Mikil tækifæri til að þróa hæfileika þína og vaxa í starfi
-
Vingjarnlegt og stuðningsríkt vinnuumhverfi
-
Fríar rútuferðir til og frá vinnu
-
Frábært mötuneyti
-
Velferðarþjónusta













