Reykjavík - Menningar- og íþróttasvið
Reykjavík - Menningar- og íþróttasvið
Reykjavík - Menningar- og íþróttasvið

Vélaeftirlitsmaður Fjölskyldu- og húsdýragarðs / Útilífsborgar

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn (FHG) auglýsir eftir starfsmanni á verkstæði. FHG tilheyrir Útilífsborginni sem heyrir undir Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkurborgar

Vélaeftirlitsmaður sinnir verkefnum FHG/Útilífsborgarinnar á sviði viðhalds, öryggis- og tæknimála með það að markmiði að umhverfi, búnaður og tæki séu ávalt í eins góðu ásigkomulagi og völ er á. Virkni búnaðar og tækja sé samkvæmt væntingum og að hvorki starfsmönnum, dýrum né gestum stafi hætta af notkun þeirra.

Við leitum að öflugum og úrræðagóðum iðnmenntuðum einstaklingi í fullt starf sem hefur mikinn áhuga á tækni-, véla- og öryggismálum.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón, öryggi, eftirlit og viðhald á stórum leiktækjum garðsins.
  • Umsjón og viðhald á vélum, tækjum og búnaði.
  • Umsjón á umhverfis- og aðstöðumálum.
  • Umsjón tæknimála vegna viðburða í garðinum.
  • Er í viðbragðsteymi vegna bilanatilkynninga.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sveinspróf í iðngrein sem nýtist í starfi.
  • Bílpróf skilyrði.
  • Vinnuvélaréttindi kostur.
  • Fjölbreytt reynsla og þekking í iðngreinum er kostur.
  • Góði hæfni í samskiptum, sjálfstæði í vinnubrögðum, skipulagshæfni og frumkvæði.
  • Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og hafa íslenskukunnáttu á stigi A2-B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
Fríðindi í starfi
  • 36 stunda vinnuvika
  • Menningarkort
  • Sundkort
  • Heilsustyrkur
  • Samgöngustyrkur
Auglýsing birt21. október 2025
Umsóknarfrestur31. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Múlavegur 2, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Vinnuvélaréttindi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar