
Eik fasteignafélag hf.
Eik fasteignafélag var stofnað árið 2002. Frá stofnun hefur félagið vaxið með áherslu á fjárfestingar í helstu viðskiptakjörnum höfuðborgarinnar og er á meðal stærstu fasteignafélaga landsins. Hlutabréf félagsins eru skráð á aðalmarkað Nasdaq Iceland hf. Félagið býður upp á framúrskarandi starfsaðstöðu og góðan starfsanda. Hjá félaginu starfa 38 starfsmenn með fjölbreytta menntun og reynslu á fasteignamarkaði. Markmið Eikar er að veita viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustu og bjóða húsnæðislausnir í takt við mismunandi þarfir. Sú viðleitni grundvallast á gildum félagsins: fagmennsku, frumkvæði, léttleika og áreiðanleika.

Umsjónarmaður Glerártorgs og fasteigna félagsins
Eik fasteignafélag leitar að drífandi og sjálfstæðum einstaklingi í starf umsjónarmanns Glerártorgs og fasteigna félagsins á Akureyri og nærsveitum. Leitað er að úrræðagóðum, sjálfstæðum einstaklingi sem býr yfir framúrskarandi samskiptahæfni. Viðkomandi starfsmaður verður hluti af teyminu húsumhyggja sem tilheyrir nýju sviði viðskiptavina innan Eikar fasteignafélags.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn umsjón og eftirlit með verslunarmiðstöðinni á Glerártorgi, fasteignum og lóðum félagsins á Akureyri.
- Viðkomandi skal gæta að því að Glerártorg og lóð hússins sé í sem bestu ástandi, að upplifun kaupmanna og viðskiptavina Glerártorgs sé jákvæð.
- Stuðla að faglegum og þjónustumiðuðum úrlausnum með viðskiptavinum félagsins.
- Annast minniháttar viðhald og viðgerðir á Glerártorgi.
- Hafa eftirlit með verktökum sem sinna þrifum, viðhaldi og minni viðgerðum á fasteignum félagsins.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Haldbær reynsla sem nýtist í starfi, sjálfstæð vinnubrögð.
- Framúrskarandi samskiptahæfni, sveigjanleiki og þjónustulund.
- Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur.
- Reynsla af aðgangs- og tæknikerfum er kostur.
- Góð almenn íslensku- og enskukunnátta.
- Góð tölvukunnátta.
Auglýsing birt11. október 2025
Umsóknarfrestur26. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Gleráreyrar 1, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
FagmennskaJákvæðniÖkuréttindiSjálfstæð vinnubrögðÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Uppsetningarmaður vegriða og öryggisgirðinga
Nortek

Sölu- og þjónusturáðgjafi
Fóðurblandan

Afgreiðsla á pósthúsi á Ísafirði - Tímabundið starf
Pósturinn

Sölu- og þjónusturáðgjafi í innréttingadeild
IKEA

Field Service Specialist
Marel

Húsvörður óskast til starfa í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli Garðabæ

Tæknilegur þjónustufulltrúi
Teya Iceland

Starf í verksmiðju / Factory staff
Nicopods ehf

Tilboðsgerð, verkefnastjórn, smíðar ofl.
Ráðum

Leitum að smiðum í fjölbreytt verkefni
Atlas Verktakar ehf

Handlaginn einstaklingur á Verkstæði
Toyota

Við leitum að hressum sölu- og þjónustufulltrúum
Síminn