Tilboðsgerð, verkefnastjórn, smíðar ofl.

Svansverk sem sér um sérsmíði innanhúss fyrir fyrirtæki og einstaklinga óskar eftir að ráða til sín starfsmann í teymið sitt. Hjá Svansverk starfa í dag 22 manns og er fyrirtækið staðsett í Grafarvogi.

Helstu verkefni hafa verið smíðar og uppsetning í verslana- og þjónustustöðvum, veitingastöðum, bókasöfnum og leikskólum auk fjölda annarra sérverkefna í samvinnu við arkitekta.
Leitað er að lausnamiðuðum aðila sem er tilbúinn að koma inn í gott vinnuumhverfi og takast á við krefjandi verkefni með teyminu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Tilboðsgerð - verkefnastjórn
  • Undirbúningur og eftirlit með verkefnum
  • Samskipti við viðskiptavini og birgja
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Smiður/húsgagnasmiður
  • Mjög góð smíðareynsla
  • Reynsla af verkefnastjórn og tilboðsgerð
  • Reynsla af sambærilegum verkefnum og gæðamálum er kostur
  • Mikil samskiptahæfni
Auglýsing birt10. október 2025
Umsóknarfrestur27. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Bæjarflöt 5-7 5R, 112 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.SmíðarPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar