
HD Iðn- og tækniþjónusta
HD ehf. er eitt öflugasta iðn- og tækni-þjónustufyrirtækið á Íslandi og þjónustar meðal annars orku- og veitufyrirtæki, stóriðju, sjávarútveg og fiskeldi. HD er framsækið og vel rekið fyrirtæki sem sinnir fjölbreyttum og krefjandi verkefnum tengdum viðhaldi á vélbúnaði, stálsmíði og tækniþjónustu.
Hjá HD starfa um 200 manns á 6 starfs-stöðvum fyrirtækisins í Kópavogi, Mosfellsbæ, Akureyri, Straumsvík, Grundartanga og Eskifirði. Fyrirtækið er vel búið tækjum og aðstöðu sem tryggir hámarks fagmennsku og skilvirkni. Okkar markmið er að veita viðskiptavinum faglega og skilvirka þjónustu sem stuðlar að auknu öryggi, áreiðanleika og hagkvæmni í þeirra rekstri.
Við leggjum ríka áherslu á að skapa gott starfsumhverfi þar sem starfsmenn fá tækifæri til að þróast í starfi og vaxa með fyrirtækinu. Við styðjum framtíðar fagmenn með nemastyrkjum og erum opin fyrir hæfu, áhugasömu og metnaðarfullu fólki sem axlar ábyrgð, sýnir frumkvæði og vill taka virkan þátt í framþróun fyrirtækisins. Við veitum starfsmönnum okkar tækifæri til að þróast í krefjandi og spennandi umhverfi.
Við leitum að einstaklingum sem búa yfir góðum samskiptahæfileikum, vinna vel í teymi og hafa metnað til að skila framúrskarandi starfi. Starfsmenn HD njóta meðal annars líkamsræktarstyrks og heits hádegismatar.
Gildin okkar – öryggi, heiðarleiki, þjónustulund og fagmennska – eru okkur að leiðarljósi í öllum daglegum störfum.

Ertu tækniþenkjandi með brennandi áhuga á ráðgjöf og sölu?
Við leitum að öflugum og lausnamiðuðum einstaklingi í starf ráðgjafa og sölumanns hjá Búnaðarsölu, HD ehf. Ef þú hefur reynslu af tækni, átt auðvelt með mannleg samskipti og nýtur þess að leiðbeina viðskiptavinum í átt að réttri lausn - þá viljum við heyra frá þér.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita faglega ráðgjöf og þjónustu til viðskiptavina.
- Kynna og selja vél- og rafbúnað og lausnir í samræmi við þarfir viðskiptavina.
- Byggja upp og viðhalda sterkum viðskiptasamböndum.
- Taka þátt í þróun söluaðferða og markaðsstarfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun eða reynsla á véla-/rafmagnssviði
- Brennandi áhugi á sölumálum
- Heiðarleiki, fagmennska og þjónustulund
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Jákvæðni og stundvísi
- Hæfni í mannlegum samskiptum og færni til að vinna vel í teymi
- Metnað, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Reynsla af sölustörfum er æskilegt
- Þekking á dælu-, veitu- eða fiskeldisþjónustu er æskileg
Fríðindi í starfi
- Samkeppnishæf laun og kjör
- Góð starfsmanna aðstaða
- Aðgangur að líkamsræktarsal og sauna
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Fjölskylduvænn vinnustaður
Auglýsing birt16. október 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Vesturvör 36, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
FagmennskaHeiðarleikiJákvæðniMicrosoft ExcelMicrosoft OutlookStundvísiTeymisvinnaViðskiptasamböndÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Sölufulltrúi
Plast, miðar og tæki

Afgreiðsla í bakaríi
Nýja Kökuhúsið

Þjónustustjóri
Rúko hf

Sérfræðingur rafveitu
Norðurál

Sölufulltrúi - Fullt starf hjá Heimilistækjum
Heimilistæki ehf

Vélavanur starfsmaður í viðhald
Lýsi

Söluráðgjafi Volvo
Volvo á Íslandi | Brimborg

Verkefnastjóri rafmagns / rafvirki
Rými

Tæknistjóri hjá Norðursalti, framtíðarstarf
Norður & Co ehf.

Rafgeymasalan - Afgreiðsla og þjónusta
Rafgeymasalan ehf.

Sölumaður
Höldur

Rafvélavirki / Rafeindarvirki / Bifvélavirki / Viðgerðamaður, framtíðarstarf
Bílaraf ehf