
Höldur
Fyrirtækið var stofnað árið 1974, en upphaf Bílaleigu Akureyrar má rekja aftur til ársins 1966. Bílaflotinn í dag er bæði stór og fjölbreyttur og hefur fyrirtækið verið einn umsvifamesti kaupandi nýrra bíla á Íslandi undanfarin ár.
Fjöldi útleigustöðva gerir viðskiptavinum okkar hægt um vik að leigja bíl á einum stað og skila á öðrum. Góð þjónusta og sveigjanleiki er okkar aðalsmerki. Bílaleiga Akureyrar er umboðsaðili Europcar bílaleigukeðjunnar á Íslandi.
Á Akureyri rekur fyrirtækið einnig alhliða bílaþjónustu. Má þar nefna dekkjaverkstæði ásamt bílaþvottastöð, bílasölu með nýja og notaða bíla, ásamt glæsilegu bíla- og tjónaviðgerðaverkstæði. Höldur er sölu- og þjónustuaðili á Norðurlandi fyrir bílaumboðin Heklu og Öskju.

Sölumaður
Við leitum að þjónustulunduðum og drífandi sölumanni til starfa á bílasölu Hölds á Akureyri.
Bílasala Hölds selur bæði nýja og notaða bíla en Höldur er sölu- og þjónustuaðili á Norðurlandi fyrir bílaumboðin Heklu og Öskju.
Vinnutími er 8-17 alla virka dag.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Áhugi og þekking á bílum og tækninýjungum
- Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund
- Reynsla af sölumennsku er kostur
- Góð tölvukunnátta og tölulæsi
- Gott vald á íslensku
- Heiðarleiki, frumkvæði og vönduð vinnubrögð
- Gilt ökuskírteini, stundvísi og hreint sakavottorð
Menntunar- og hæfniskröfur
- Ráðgjöf og sala á nýjum og notuðum bílum
- Tryggja góða ásýnd
Höldur - Bílaleiga Akureyrar
Höldur ehf., sem fagnaði 50 ára afmæli sínu í fyrra, rekur m.a. Bílaleigu Akureyrar, stærstu bílaleigu landsins ásamt því að reka almenna bílaþjónustu á Akureyri þ.e. hjólbarðaverkstæði, bílaverkstæði og bílasölu.
Höldur kappkostar að vera framúrskarandi vinnustaður þar sem umhyggja er borin fyrir sérhverjum starfsmanni. Með áherslu á gleði, jafnrétti, gott starfsumhverfi, starfsþróun og góða fyrirtækjamenningu er skapaður eftirsóknarverður vinnustaður.
Auglýsing birt15. október 2025
Umsóknarfrestur26. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Þórsstígur 2, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHeiðarleikiSölumennskaÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sölufulltrúi
Plast, miðar og tæki

Sölumaður í verslun
Dynjandi ehf

Afgreiðsla í bakaríi
Nýja Kökuhúsið

Sölufulltrúi í verslunum 66°NORÐUR á Akureyri
66°North

Ertu tækniþenkjandi með brennandi áhuga á ráðgjöf og sölu?
HD Iðn- og tækniþjónusta

Sölufulltrúi - Fullt starf hjá Heimilistækjum
Heimilistæki ehf

Söluráðgjafi Volvo
Volvo á Íslandi | Brimborg

Sölufulltrúar óskast í Icewear
ICEWEAR

Úthringistarf hjá Tryggingamiðlun Ísland
Tryggingamiðlun Íslands

Sölufulltrúi í heildverslun - hlutastarf.
Heildverslun á höfuðborgarsvæðinu

Sölufulltrúi í Byggt og búið
Byggt og búið

Service Assistants
Costco Wholesale