
atNorth
atNorth hefur frá 2009 verið brautryðjandi í hönnun, uppbyggingu og rekstri hátæknigagnavera á Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Meðal viðskiptavina atNorth eru alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir sem starfa í fjölmörgum greinum, svo sem við rannsóknir, í heilbrigðisgeiranum, í fjármálaiðnaði og veðurfræði, sem nýta þjónustu atNorth til þess að vinna gögn með hámarks afköstum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt.
Með staðsetningu gagnavera atNorth á Norðurlöndunum getur fyrirtækið nýtt umhverfisaðstæður svo sem loftslag og nýtingu hita sem myndast í gagnaverunum til að ná fram betri orkunýtingu en þekkist annars staðar við rekstur gagnavera, ásamt því að knýja gagnaverin með endurnýjanlegri orku. Hringrásarhagkerfið sem byggir á grunni endurnýjanlegrar orku og hagkvæmrar orkunýtingar er haft að leiðarljósi við hönnun gagnavera atNorth.
Höfuðstöðvar atNorth eru í Reykjavík, en fyrirtækið rekur sjö gagnaver á Norðurlöndum. Á árinu 2024 verða tvö ný gagnver tekin í notkun í Finnlandi og Danmörku. Frekari upplýsingar um atNorth er að finna á heimasíðu fyrirtækisins atnorth.com og eins má fylgja atNorth á Linkedin og Facebook.

VERKFRÆÐINGUR – GANGSETNINGAR OG PRÓFANIR
atNorth leitar að tæknisinnuðum og metnaðarfullum verkfræðing til að vinna að gangsetningum og prófunum í gagnaverum fyrirtækisins í Reykjanesbæ og á Akureyri.
Ef þú hefur ástríðu fyrir framúrskarandi tæknilausnum og vilt leggja þitt af mörkum til sjálfbærrar innviðaþróunar þá gæti þetta verið tækifæri fyrir þig.
Þetta starf er ráðning til framtíðar og fullt stöðugildi. Starfið hentar öllum kynjum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tryggja að unnið sé eftir verklagi, gæðaferlum og öryggisstöðlum þegar búnaður er prófaður og gangsettur
- Þátttaka á fundum og náið samstarf við hagaðila og stjórnendur s.s. prófunarstjóra
- Yfirferð hönnunar- og tæknigagna
- Þáttaka í verksmiðjuprófunum, skoðun búnaðar við mótttöku og eftirlit við samsetningu og prófanir
- Umsjón, skráningar og stuðningur við ACC kerfið (Autodesk Construction Cloud)
- Yfirferð og mat á prófunar- og gangsetningaráætlunum
Menntunar- og hæfniskröfur
- B.Sc. í véla- eða rafmagnsverkfræði eða önnur menntun sem nýtist í stari
- Umsækjendur með löggilt réttindi í rafmagni eða loftræsikerfum (HVAC) þurfa að hafa a.m.k. 5 ára starfsreynslu
- Að lágmarki 3ja ára reynsla af byggingaframkvæmdum og/eða prófun og gangsetningu
- Hæfni til að lesa og túlka rafmagns- og vélahönnunarteikningar
- Skilningur á framkvæmdaferlum og viðurkenndum gæðastöðlum
- Góð þekking á vöktunar- og stjórnunarkerfum
- Mjög góð tölvukunnátta og tæknilæsi; Microsoft 365 og Autodesk Construction Cloud
- Góð kunnátta í ensku, bæði skrifleg og töluð
- Framúrskarandi hæfni í samskiptum
- Leiðtogahæfni, skipulagshæfni og nákvæmni
- Nákvæm vinnubrögð og gott skipulag
Fríðindi í starfi
- Við tryggjum að þú fáir viðeigandi þjálfun, símenntun og aðgang að þekkingu varðandi rekstur gagnavera
- Heilsumiðað hugarfar með markmið um jafnvægi starfs og einkalífs
- Íþróttastyrkur til rækta líkama og sál
- Skemmtinefnd sem heldur stuðinu gangandi
- Veitingaþjónusta send á vinnustaðinn
- Fjarskiptapakki og símastyrkur
- Alþjóðlegur vinnustaður með fjölmenningu
- Tækifæri til þess að ferðast og kynnast öðrum gagnaverum okkar á Norðurlöndunum
Auglýsing birt23. október 2025
Umsóknarfrestur5. nóvember 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Steinhella 10, 221 Hafnarfjörður
Rangárvellir 150127, 603 Akureyri
Sjónarhóll 6, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Deildarstjóri umsjónardeildar á Austursvæði
Vegagerðin

Project Manager
Wisefish ehf.

Svæðisstjóri Norðursvæðis
Vegagerðin

VERKEFNASTJÓRI REKSTURS
atNorth

Verkefnastjóri framkvæmda
Vinnvinn

Verkefnastjóri nýframkvæmda og greininga
Mosfellsbær

Verkefnastjórn og framkvæmdaráðgjöf byggingarframkvæmda
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur í lögnum og loftræsikerfum
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur í burðarvirkjum
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur á sviði samgangna
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur með BIM þekkingu
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur í jarðtækni
VSÓ Ráðgjöf ehf.